Goðasteinn - 01.09.2008, Síða 81
Goðasteinn 2008
aðar og hörpu niður á bæi í hverri sveit eftir hinni gömlu boðleið. Bændur áttu
þorradaga, húsfreyjur góudaga, yngismenn einmánaðardaga og yngismeyjar
hörpudaga. Þorradagar og góudagar hrukku víðast vel til skipta, bæir ekki öllu
fleiri en það. Verr gekk með skipti til einmánaðar og hörpu. Þar gat komið fleira
en einn dagur á sama bæ ef gjafvaxta fólk var þar fyrir og hver skyldi hreppa sinn
dag. Þá gat svo farið að síðustu bæir í boðleið ættu engan dag til skipta. Þá var nú
betra að gott væri mannlífíð í hverri sveit því veður hvers dags átti að ráðast eftir
skapgerð mannsins sem átti daginn. Þorraþrællinn átti sérstöðu í þessari skiptingu.
Hann áttu bændur sem tekið höfðu framhjá konum sínum. Því sagði ein húsfreyja
við bónda sinn er hann kom inn úr vondum byl á þorraþrælinn: „Ætlar nú hjóna-
djöfullinn að drepa þig, Bjarni minn?“
Skáld þjóðarinnar hafa minnst þorra og góu með mörgu móti. I alþekktri vísu
kemur Þoití fram á sviðið sem rammaukinn jötunn:
Þorri kaldur þeytir snjá,
þylur galdra stríða.
Linnir a/drei ýmir sá
illu skvaldri hríða.
Hugstætt er mér er Árni Ingvarsson bóndi og kennari á Mið-Skála undir Eyja-
fjöllum var gestur á æskuheimili mínu og skrifaði þorravísu Sveins Jónssonar í
Fagradal í Vopnafirði með sinni fögru rithönd í forskriftabók systur minnar, Þóra
Sigríðar, og hafði síðan yfír með sinni þungu og djúpu bassarödd:
Nú er ég kominn náungann aðfinna,
nú er best hann vari sig.
Mín því élin mörgu aldrei linna,
Margir bœndur þekkja mig.
Eg erþorri, þrekið tröll,
þekki jarðarfylgsnin öll.
Eg hef víða umfoldu farið,
að flestra dyrum einnig barið,
þó með gust.
Eg er vindur, ég er grimmd og heliþrungin hrönn,
hrími þakin fönn, jáfönn.
Eg er hríðin, ég er stríðinn, aldur bæði og ár
aldrei verð ég sár, já sár.
Enn mun naumast haldið svo þorrablót á íslandi að ekki sé sungið afburða ljóð
Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds: „Nú er frost á Fróni.“
79