Goðasteinn - 01.09.2008, Síða 87
Goðasteinn 2008
Berjaferð frá Árkvöra
Ýtar segja að einu sinni
á einum bœ í Fljótshlíðinni
berjaleitin byrjuð var,
ártal man ég ekki að setja
eða bæjarnafnsins geta,
á nítjándu öldþað var.
Ferðarinnar fangagróðrinn,
foringinn var sjálfhúsmóðrin,
manni fjórða meður sér,
þessir hafa þrek að bera,
þótti rart afkonu að vera,
þess skal geta, gert sem er.
Hölda hef ég heyrt um geta,
hafði með sér brauð að éta,
hangikjöt ogfleskið feitt,
út voru allar troðnar töskur,
tappað brennivín á flöskur,
ekki skorta átti neitt.
Ytar voru uppdubbaðir,
einnig fákar nú tygjaðir,
gylltan söðul sérhver bar.
Ferðinni varfyrir beðið,
fagurt reisu versið kveðið,
til brottlögu svo blásið var.
Reiðingshestar reknir vóru,
reyndist allt með braki stóru,
á þeim voru ílátin,
koffort, skjólur, keröld, stokkar,
kvartel, lubbar, ótal sokkar,
einhver voru þaö ósköpin.
Fast var keyrt meðfasi ólinu
að fyrirheitna takmarkinu,
af baki sté hvur búinn þar,
nú var ekki um næmt að gera
nema að fara saman bera
nægan feng, sem fyrir var.
Fyllt voru ílát öll með sama,
enginn sparði liðsemd tama,
sem að voru í sögðum flokk,
svo var borðað, svo var migið,
svo var upp á fáka stigið,
riðið síðan og rekið á brokk.
Nú var riðið rétt með brœði,
reyndir fákar stundu afmæði,
á þeim göptu götin öll,
fjandakorn þeirfengu að míga,
fyrr iá við þeir mundu hníga,
runnu sveittir víðan völl.
Þó væri yfir vötn að sœkja,
var ei ta/að um að krækja,
en a/lt keyrt þvert og endi/angt,
svo var heim komið seint að kveldi,
sofið undir heitum feldi,
náttúrlega nœturlangt.
Nu mátti fá nóg að borða,
nokkrir hafa fært til orða,
að hœguryrði hagurinn.
Hvað villt meira hér um vita,
það hljóp á alla böivuð skita.
Berja er úti bragurinn.
85