Goðasteinn - 01.09.2008, Page 90
Goðasteinn 2008
Þórður Tómasson
Síðbúinn ritdómur
Jólabók mín árið 1998 var ævisaga Þorvalds Guðmundssonar, athafnamannsins
mikla sem oft var kenndur við fyrirtækið Síld og fisk. Höfundur er Gylfí Gröndal.
Rit hans er rnikið að vöxtum og um flest gott enda maðurinn sem um er íjallað um
margt einstakur í athafnasögu 20. aldar. Efnið var áhugavert fyrir mig, Katrín
Jónasdóttir, móðir Þorvalds, var í miklu vinfengi við fólkið sem ég ólst upp með.
Ljósmynd af henni og Þorvaldi ungum var innan veggja heima í Vallnatúni.
Katrínu heimsótti ég nokkrum sinnum í húsið á Barónstíg 51 í Reykjavík. Því
hafði hún komið upp af fágætum dugnaði með syni sínum, mikið afrek konu sem
flutt hafði blásnauð austan undan Eyjafjöllum og haft aðeins við eigið þrek að
styðjast. Mér er Ijós í minni fagur sumardagur árið 1935 er ég fylgdi Katrínu og
Guðbjörgu Jónsdóttur í Efriholtum út yfir Rimhúsaál. Við fórum gömlu ferðagöt-
urnar út með Holtsósi og vaðið var gott á Álnum. Reiðskjóti Katrínar tók af henni
ráðin og teygaði tært vatnið. Hún hafði yfír gamla vísu sem ég nam þá:
Hafðu ráð mín holl og trú,
ég held þau skaði þig ekki,
að mörgfer stundin miður en su
þótt mœddur klárinn drekki.
Svo heyrði ég þá söguna um það hvernig vísan hafði bjargað lífi manns sem
vopnum búnir óvinir sóttu eftir.
Inngangurinn að ævisögu Þorvalds er gerður af vanefnum. Katrín var fædd að
Undirhrauni í Meðallandi 13. mars 1878. Gylfi skráir: „Foreldrar hennar neyddust
til að hætta búskap að mestu árið 1882 og fjölskyldan sundraðist.“ Fráleit fræði.
Hið sanna er að Jónas faðir Katrínar hóf raunverulega búskap 1883. Fram að því
var hann skráður húsmaður á Undirhrauni. Jónas og kona hans, Jóhanna
Jónsdóttir, fluttu frá Undirhrauni 1882 að Mið-Skála undir Eyjaíjöllum, eignarjörð
Magnúsar Magnússonar hins ríka í Skaftárdal. Jóhanna dó þar 1889, Jónas dó ári
síðar, þá vennaður í Grindavík. Hann var orðlagður hagleiksmaður, einkum í
koparsmíði. Uppboð var haldið á búi hans 1890. Magnús Sigurðsson bóndi í
Hvammi keypti þá öll trémót frá koparsmíði og gaf síðar snillingnum mági sínum,
Jóni Jónssyni á Seljavöllum. Þau fóru forgörðum litlu fyrr en ég hóf söfnun menn-
88