Goðasteinn - 01.09.2008, Page 91
Goðasteinn 2008
ingarminja að Skógum. í Efriholtum hjá Jóni Jónassyni, sonarsyni Jónasar, sá ég
mahonýskáp smíðaðan af Jónasi. Á hann voru negld haglega tegld trélíkön af
hestum og mönnum, verk Jónasar frá veru á Undirhrauni. Skápurinn er nú í
Skógakirkju rúinn skrauti, ber aðeins glöggt far eftir eina hestsmynd.
Katrín Jónasdóttir fór 1890 til móðursystur sinnar Katrínar Jónsdóttur á
Hrútafelli. Síðar lá leið hennar í vinnukonustétt. Gylfí greinir réttilega frá því að
Þorvaldi var gefíð nafn Þorvalds Bjarnarsonar hins ríka á Þorvaldseyri, ríkidæmið
raunar allt gufað upp árið 1911. Katrínu dreymdi það er hún gekk með Þorvald að
Þorvaldur Bjarnarson lagði gullsprota (ekki gullstaf) í kjöltu hennar. Þetta var
táknrænt, gullsprotinn var veldissproti og Þorvaldi á Eyri varð lengi allt að gulli.
Kristín Sveinbjamardóttir prófastsfrú í Holti vildi gefa drengnum nafnið
Sveinbjöm, sótt í ætt hennar og barnsföður, Guðmundar Sveinbjörnssonar. Varpað
var hlutkesti með krónupeningi þrisvar sinnum og nafn Þorvalds frá Þorvaldseyri
kom alltaf upp.
Ekki fæddist Þorvaldur í torfbænum í Holti sem mynd er af í bók Gylfa, heldur
í timburhúsinu sem séra Kjartan Einarsson lét reisa árið 1901. Ekki giftust
Þorvaldur og Ingibjörg kona hans í þeirri Ásólfsskálakirkju sem mynd er af á bls.
13, en hún var vígð 1954. I bókinni er nokkuð sagt frá vináttu Katrínar og Jóhann-
esar Kjarvals. Þau áttu sameiginlegan uppmna í því að vera fædd í Meðallandi en
áttu þaðan engar minningar saman, Jóhannes var ekki fæddur er Katrín flutti brott
úr Meðallandi.
Lýsing Þórbergs Þórðarsonar á óþreyju Skaftfellinga eftir strandi (bls. 29) getur
alls ekki átt við Meðalland en á vel við Suðursveit. Lýsing skáldsins Jóns Trausta
á leifum 80 sauðkinda ofan á rauðri hraunkviku fyrir neðan Botna í Meðallandi
árið 1783 er fáránleg skáldsýn. Nokkuð er sagt frá meltekju í Meðallandi á fyrri
tíð og á ekki illa heima í þessari bók (bls. 29-30) en aldrei var ofn kynntur með
hrísi. Bókstafurinn blífur, sagði gamla fólkið. Missagnir er því rétt að leiðrétta svo
ekki verði síðar teknar sem sannfræði. Framangreindar athugasemdir rýra það
ekki að bók Gylfa Gröndal er mikil og merk heimild um þjóðkunnan athafna-
mann.
25. september 2002
89