Goðasteinn - 01.09.2008, Page 94
Goðasteinn 2008
Sigríður Margrét Magnúsdóttir
Tvær mmningar
Ég vaknaði við stólaglamur og mannamál úr stofunni við hliðina á svefnherbergi
foreldra minna. Það vom komnir gestir. Ég var alein í stóra hjónarúminu. Það var
svartamyrkur. Ég reisti mig upp og grenjaði af öllum lífsins kröftum. Pabbi kom,
tók mig upp og lagði sjóðheita hægri höndina á rassinn á mér. Ég sat í lófanum
hans pabba míns. Ég fylltist af svo mikilli öryggiskennd, varð alsæl. Ég fann
ávallt til öiyggis og sælukenndar í návist föður míns meðan hann lifði. Hann fór
með mig inn til gestanna sem voru tveir þekktir sveitabændur. I því kom mamma
og sagði: „Ertu kominn með bamið allsbert inn til gestanna, ekki einu sinni með
bleiu?“ Þá svaraði Hallgrímur Brynjólfsson á Felli: „Ég hefí aldrei haft á rnóti
fallegum stúlkum, þess minna sem þær eru klæddar, því betra.“
Upp af húsi foreldra minna á Seljalandi undir Eyjafjöllum var hellir í
brekkunni. Þar var allur þvottur þurrkaður. I gegnum hellinn streymdi lítill lækur
og myndaði smápolla, sérlega í rigningartíð. Möl var í botni. Legðist maður á
hnén á grasbalann við einn pollinn fremst í hellinum gat maður speglað sig.
A afmælisdaginn minn er ég varð þriggja ára klæddi mamma mig í nýjan kjól,
bláan, sem móðursystir mín, Guðbjörg, hafði sent henni handa mér firá Kaup-
mannahöfn. Það var von á Sigríði ömmu minni frá Hrútafelli í afmælið mitt. Þegar
ég var komin í nýja kjólinn minn fékk ég mikla löngun til að spegla mig í læknum
en að komast út óséð var ekki svo auðvelt og alveg ómögulegt væri amma komin.
Ég stökk út og veðrið var dásamlegt. Ekki þorði ég að leggjast á hnén þegar ég
kom að læknum, ég myndi kannske óhreinka kjólinn minn. Ég stóð því teinrétt og
hallaði mér fram eins og ég gat til þess að spegla mig í pollinum. Og ég gleymdi
mér alveg. Ég sá mig og kjólinn að hluta en ekki nógu vel svo ég ætlaði að teygja
mig talsvert meira fram en þá er allt í einu kallað til mín: „Dettu ekki!“ og ég rétti
mig upp. Þá stóð hjá mér kona í bláum kyrtli með gyllta spöng um enni og hvítt
skaut, undur falleg. Ég horfði á hana og svo hvarf hún allt í einu. Ég hljóp inn til
föðurföður míns sem hafði sérherbergi inn af baðstofunni. Ég sagði honum að ég
hefði séð konu uppi í helli og hún hefði horfið. Afi spurði hvernig hún hefði verið
klædd. Ég lýsti því og þá sagði hann: „Þetta heftir verið hún Margrét amma þín,
hún var svona klædd þegar við giftum okkur. Hún var svo falleg að enginn gat
gleymt henni sem einu sinni hafði séð hana. Þú mátt ekki segja þetta neinum,
fólkið gæti misskilið það.“
92