Goðasteinn - 01.09.2008, Page 100
Goðasteinn 2008
III.
Oddi var meira en venjulegur sveitabær. Þar var menningarmiðstöð, líklega sú
mesta í landinu í þann tíð. Einn af fjórum háskólum sem þá voru í landinu. Skól-
ann hafði Sæmundur prestur Sigfússon hinn fróði stofnað.
Þjóðsagnahetjan Sæmundur Sigfússon fæddist 1054 og fór ungur til náms í
Frakklandi hjá endurreisnarmönnum í Chartres, Svartaskóla sem var undanfari
Sorbonne í París og þar sem var þá brunnur hámenningar. Meðal kennnara hans
var Bernard af Clairvaux sem átti hlut að stofnun reglu musterisriddara og byggði
á kenningum Platós og nam Sæmundur við þennan yl. Þekking hans og lærdómur
í guðfræði, stjörnufræði og kanónskum rétti var aðdáunarefni landsmanna. Hann
samdi ævi Noregskonunga og Eddufræði forn á latínu en þau rit eru týnd. Hann
lést árið 1133.
Vígður til prestþjónustu var hann og orðlagður fyrir lærdóm og kunnáttu. Því
var almennt trúað að í „Svartaskóla“ hafí hann lagt stund á þau fræði sem gerðu
honum kleift að eiga alls kostar við Kölska sjálfan og láta hann þjóna sér. Því
miður hafa slíkar þjóðsögur orðið til þess að leiða athyglina frá því mikla
hlutverki sem Sæmundur gegndi og áhrifum hans á menningu síns tíma, og
menningararf okkar.
Urn daga Sæmundar er landnámssaga íslands rituð, fyrst af Ara hinum fróða.
Það er til marks um virðing hans að Ara þótti sjálfsagt að sýna biskupum landsins
ritverkið en auk þeirra aðeins Sæmundi presti.
Heiðinn siður forfeðranna var Sæmundi hugleikinn og hann safnaði ljóðum
þeirra um guði, hetjur og góða siði. Hann átti skyldleik við Skjöldunga, konungs-
ætt Dana. Sem slíkur vissi hann vel hve nátengd konungsættin var trúnni í
heiðnum sið og sá mikilvægi þess að glata ekki þeirri þekkingu þrátt fyrir trú-
skiptin.
IV.
Einn sonur hans var Loftur prestur í Odda, sem átti Þóru Magnúsdóttur berfætts
Noregskonungs. Þeirra sonur var einmitt Jón Loftsson, fóstri Snorra. Jón Loftsson
naut frændskaparins þegar hann kom til Noregs og var við hirðina virtur vel.
Tengslin við konung höfðu mikil áhrif á sjálfsmat Oddaverja. Saga norrænu
konungsættanna allt til upphafs þeirra var þeim sjálfsagt námsefni. Þar með skilst
okkur hversvegna þörf var á að viðhalda hinum forna sið með einhverjum hætti,
öldum eftir kristnitöku.
Þegar kristni var lögtekin voru mikilvægar undanþágur gerðar til að mýkja
trúskiptin. Þar með var það ákvæði að „blóta mætti á laun“. Slíkt ákvæði er óhugs-
andi nema ríkir hagsmunir hafi legið við. Þeir hagsmunir hafa þá sjálfsagt legið
hjá hinum valdamestu mönnum, goðunum. Ef blót eða gildi heldri bænda voru
98