Goðasteinn - 01.09.2008, Page 101
Goðasteinn 2008
vettvangur þess að heiðin vísindi í munnlegri geymd voru rifjuð upp og kennd
ungum, hefur þekking landnámsmanna haldist í höfðingjaættum með þeim
siðvenjum. Fræðslan sú jafnast á við háskólalærdóm voira daga, kennsla í lögunr,
sögu, stjömulist, skáldskap, kurteisi og valdbeitingu. Gegnum bóklausa tíð voru
þessi fræði varðveitt í launsögnum þar sem hulin sannindi leyndust undir yfírborði
í furðulegum sögum af goðum og hetjurn.
Mikilvægust var þó vitneskjan um þá stofnendur konungsættar Ynglinga sem
eftir dauðann voru teknir í guðatölu. Þeir voru forfeður konungborinna rnanna, þar
á meðal Oddaverja. Sæmundur var af ætt Danakonunga. Sonur hans giftist dóttur
Noregskonungs, Jón Loftsson var þeirra sonur og öll rekjum við ættir til Odda-
verja. Þóra Magnúsdóttir var 36. maður frá Nirði sem tók við ríki af Oðni en á
þeirra dögum var mikill auður og réttnefnd Gullöld í Svíþjóð. Því urðu þeir
heilagir allir þrír og heiðinn siður tók á sig mynd í samræmi við það.
V.
Þegar Snorri kom í Odda var þriðja kynslóð fræðimanna við skóla Sæmundar sem
uppfræddi hann í vísindum þess tíma. Sæmundur hafði tekið þekkinguna í arf frá
forfeðrum sínum, landnámsmönnum, og numið lengi hjá kirkjulegum endur-
bótarmönnum í Frans.
Samanburður á fornum sið norrænum og grísk-rómverskri heiðni hefur vafa-
laust verið hluti af viðfangsefnum Sæmundar fróða. Kann það að hafa haft áhrif á
þau firæði sem hann kenndi í Odda og varð síðar uppistaðan í Eddu Snorra
Sturlusonar. Klassísk minni í tölum og táknum eru áberandi í goðsögum Eddu og
efla slíkan grun.
Þannig var Snorri alinn upp við hina konunglegu íþrótt. Ekki rann blátt blóð í
æðum hans eins og fóstursystkinanna en hann var eflaust tekinn sem einn af þeim.
Slíkt uppeldi hlaut að hafa áhrif á skapgerðina.
Upprennandi leiðtogar í Odda lásu að sjálfsögðu lög og náði Snorri þeim
árangri á því sviði að hann var síðar kjörinn lögsögumaður. Hann hélt því embætti
í 15 ár að undanskildum þeim þremur sem hann var í heimsókn í Noregi í fyrsta
sinni.
Móðir hans hafði eytt öllum föðurarfí hans og bróðir hans hafði tekið við
goðorðinu af föður sínum. Hann byrjaði því með tvær hendur tómar og giftist til
fjár. Hann eignaðist Reykholt í Borgarfírði með samningum og jók síðan við auð
sinn smám saman með hyggjuviti og útsjónarsemi.
Með kaupum sínum á Reykholti eignaðist hann sitt annað goðorð og komst í
röð valdamanna. Hann auðgaðist enn með giftingum dætra sinna og helstu
valdamanna á Norður-, Suður- og Vesturlandi. Síðar jók hann fleiri goðorðum við
og óx um leið að virðingu.
99