Goðasteinn - 01.09.2008, Blaðsíða 106
Goðasteinn 2008
Eins og áður segir eru elstu máldagarnir frá 12. öld. í Fornbréfasafninu er talið
að ákveðnir máldagar séu frá fyrri hluta 12. aldar en á það hafa verið bornar
brigður.5 Hins vegar hefur ekki verið dregið í efa að máldagar sem sagðir eru vera
frá því um 1180-1220 eru einhvem tímann frá því tímabili. Nokkrir máldagar frá
Suður- og Vesturlandi eru frá þessum tíma og veita mikilvægan vitnisburð um
ýmislegt varðandi byggð, landnýtingu og fleira. Nokkrir máldagar eru einnig til
frá því síðar á 13. öld en það var á 14. öld sem hin miklu máldagasöfn urðu til. I
Auðunnarmáldögum frá 1318, Pétursmáldögum frá 1394 og Vilkinsmáldögum frá
1397 er að finna máldaga fyrir flestar kirkjur og kirkjusóknir landsins. Auðunnar-
máldagar eru teknir saman að fmmkvæði Auðunnar rauða sem var biskup á
Hólum á undan Lárentíusi Kálfssyni snemma á 14. öld og má lesa um samskipti
þeirra í Lárentíusar sögu Kálfssonar. í Auðunnarmáldögum eru máldagar fyrir nær
allar kirkjur norðanlands. Pétursmáldagar eru einnig úr Hólabiskupsdæmi en
Vilkinsmáldagar ná yfir Skálholtsbiskupsdæmi.
Enginn virðist hafa kannað máldagana skipulega með tilliti til þess sem þar
segir um skóga. Þorvaldur Thoroddsen segir beinlínis í Lýsingu Islands að hann
hafi sleppt því að kanna heimildir um skóga í máldögum.6 Sturla Friðriksson ræðir
talsvert um skóga í grein í íslenskri þjóðmenningu, og talar meðal annars um
vitnisburð máldaga. Hann segir að máldagarnir sýni misjafna dreifíngu skóga,
þeirra sé sjaldan getið á Norðvesturlandi, þ.e. í Húnvatnssýslu og Skagafirði,
sjaldan á Norðausturhominu, t.d. í Eyjafirði, og sama sé að segja um lágsveitir
Amess- og Rangárvallasýslu.
Það er því á 14. öld og eftir það sem heildarmynd fæst af landnýtingu, byggð
og landbúnaði í máldögum. Fyrir 1318 er aðeins hægt að fá takmarkaðar upplýs-
ingar um landnýtingu með þessum heimildaflokki. Lítum þó fyrst á hvað
máldagar Þorláks helga segja um skóga. Máldagar þessir eru frá árabilinu 1180-
1220 að því er talið er og eru raunar sumir samdir eftir að hann féll frá en hann
byrjaði söfnunina. Flestir eru þeir frá Suður- og Vesturlandi og í sex þeirra er
minnst á skóga. Þar af eru þrír úr Borgarfirði, Reykholts-, Hvanneyrar- og Staf-
holtsmáldagi, einn frá Vestljörðum, úr Gufudal, og síðan sinn hvor máldaginn úr
Kjós og Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Þetta gefur strax þá hugmynd að Vestur-
land hafí á þessum tíma verið skógauðugra en Suðurland.
Hugum þessu næst að því hvað Auðunnarmáldagar segja um skóga, stað-
setningu þeirra og nýtingu. Þar er í sex máldögum talað um skóga.17 Það er ein-
kennandi að þar af eru fjórir máldagar kirkna í Þingeyjarsýslum, einn í Eyjafirði
og einn í Húnavatnssýslu. Eg hef þegar nefnt að Melstaður átti skóg í
Norðurárdal,8 nánar tiltekið milli Svartagils og Sauðhúslækjar, og er sá skógur
enn við lýði að því er ég best veit. Það er máldaginn í Húnavatnssýslu sem ég
nefndi og skógurinn í máldaganum er ekki í Húnavatnssýslu heldur í Borgarfírði.
104