Goðasteinn - 01.09.2008, Side 107
Goðasteinn 2008
Möðruvellir í Eyjafírði eiga í skógum „svo milcið sem þarf til húsa umbóta“ en
það er ekki ljóst hvar skógur Möðruvalla var. Eins og áður sagði átti Höfðakirkja
hálfan skógarfleka í Fnjóskadal og Hálskirkja í Fnjóskadal nýtti líka skóg en ekki
er sagt hvar. Staður í Kinn átti skóg í Mánafelli austan Skjálfandafljóts.
I Pétursmáldögum kemur m.a. fram að Glæsibær, kirkjustaður í Kræklingahlíð,
á skóg í Fnjóskadal eins og áður segir. Þar kemur einnig fram að skógur hefúr
verið í Núpufelli9 í Eyjafirði sem síðan er að mestu horfinn. Sá skógur var nýttur
af ýmsum að því er virðist, jörðin Ytri-Dalur í Eyjafirði átti skóg í Núpufelli og
Saurbæjarkirkja einnig. í Núpufelli virðist því hafa verið skógur af sama tagi og í
Þjórsárdal, Skorradal og Fnjóskadal, skógur sem var í eigu margra.
Heimildir um skógakaup og skóganýtingu frá Norðurlandi á 15. og 16. öld
sýna svipað mynstur. Skógar eru mestir í Fnjóskadal og nágrenni. (Munkaþverár-
klaustur í Eyjafírði kaupir Vaglaskóg milli Merkilækjar og Kiðsár fýrir 15
hundruð.)10 Efstafell í Kinn á skóg í Barnafelli þar sem enn er skógur.11 Skógur er
í Skuggabjörgum í Dalsmynni sem heyrir undir Grýtubakkajörð. Þar er líka skóg-
ur ennþá.12 Getið er um skóg í Þórðarstaðarlandi sem Fjósatunga á. Þessi skógur
er í Fnjóskadal og er enn til.13 Hins vegar virðist skógur í Nýlendi á Höfðaströnd í
Skagafírði sem getið er í sama skjali vera horfínn. Fleiri heimildir eru frá þessum
tíma um skóga norðan lands, t.d. í Blöndudal og Hörgárdal, sem eru horfnir að
mestu eða öllu og um skóga sem enn eru við lýði, oftast í Fnjóskadal.
Hvað vitum við um skóga hér í grennd við Heklu? í máldaga Áss í Holtum er
talað um að kirkjan eigi fjórðung í öllum skógum sem fylgja Næfurholti.14 í mál-
daga Holts undir Eyjafjöllum er rætt um að kirkjan eigi sjö skógarteiga í Þórsmörk
og skóg í Stöng m.a., sennilegast í Þjórsárdal.15 í Oddamáldaga er talað um að
kirkjan eigi skóg í Þórsmörk í Engidal og í Búrfellshálsi „fyrir utan Þjórsá.“16
Þessar og aðrar. heimildir benda til að Þórsmörk, Næfurholt og Þjórsárdalur hafí
verið álíka svæði og Skorradalur og Fnjóskadalur, svæði sem vaxin voru skógi
sem nýttur var af fjölmörgum aðilum.
Olíklegt er að Oddastaður eða Holt í Eyjaijöllum hafí eignast skóg í Þórsmörk
og Þjórsárdal ef verulegan skóg var að hafa nær stöðunum. Einfaldast er að túlka
þessar heimildir þannig að í Þórsmörk, Þjórsárdal og Næfurholti hafí verið skógar
Rangæinga, þangað hafí menn sótt við til hinna ýmsu þarfa en lítill skógur hafí
verið annars staðar í héraðinu. Hins vegar er erfítt að átta sig á því hversu mikill
skógurinn á þessum stöðum var en setja mætti fram þá hugmynd að stærð
skóganna hafí einfaldlega verið miðuð við það hversu mikinn skóg þyrfti til þeirra
nota sem þeir voru hafðir. Skógur sem var hæfílega stór gat enst ansi lengi, raunar
óendanlega, andstætt kolanámum og olíulindum. Skógar hafa nefnilega þann
hæfíleika að geta endurnýjað sig. Þeir vaxa á hverju sumri og eru því sjálfbærir, sé
ekki of milcið höggvið.17
105