Goðasteinn - 01.09.2008, Page 108
Goðasteinn 2008
Þegar á heildina er litið sýna heimildir um skóga á Suðurlandi að þeir voru fáir.
í Vilkinsmáldögum sem ná, eins og áður segir, yfír flestar eða allar sóknir í Skál-
holtsbiskupsdæmi á miðöldum er talað um skóga u.þ.b. 100 sinnum, þar af 11
sinnum í Árnessýslu, sex sinnum í Rangárvallasýslu, þrisvar í Gullbringu- og
Kjósarsýslu, tíu sinnum á Vesturlandi, tuttugu sinnum á Vesttjörðum og hvorki
meira né minna en 48 sinnum á Austurlandi.
Forsendur skóganýtingar á miðöldum
Frjókornarannsóknir hafa leitt í ljós að mikið hrun varð í birkiskógi á Islandi á
tímabilinu 870-920.'; Eftir það komst á jafnvægi í framleiðslu birkifrjókorna,
skógurinn minnkaði ekki meira en það var heldur ekki mikið eftir. Þá ályktun
verður að draga að það skógalandslag sem við mætum í miðaldamáldögum sé það
sem komið var á um 920. Mestur hluti birkiskógarins hafði verið felldur á fyrstu
50 árum landnáms en það sem var þá eftir varðveittist að mestu óbreytt um langa
hríð.
Landnámsmenn fóru hamförum um landið. Eflaust hafa margir þá hugmynd að
landnámsmenn hafí komið firá landi þar sem gnægð var af skógi og þeir hafi hér
skapað nýja tegund menningarlandslags. En svo var ekki. Talið er að flestir
landnámsmenn hafi komið frá Vestur-Noregi. Á tímabilinu 2000-1000 f. Kr. hvarf
skógur smám saman af vesturströnd Noregs eftir því sem íbúaljöldi jókst og æ
meira land var tekið undir beitiland. Lyngheiðar urðu einkenni þessa svæðis eins
og margra annarra svæða umhverfís Norðursjó. Um 1000 f.Kr. var skógurinn
horfinn frá mörgum eyjum og víða af láglendi í Vestur-Noregi og skógaeyðing
hélt áfram lengi efitir það. Landnámsmenn voru því vanir skóglausu landslagi,
heimabyggðir þeirra höfðu verið skóglausar í 2000 ár þegar þeir yfirgáfu þær og
settust að á íslandi.20 Landnýtingarkerfi það sem þeir höfðu með sér frá Noregi
byggði á aðgangi að nægu beitilandi þar sem hægt var að setja kýr, kindur og
geitur á beit. Húsdýrin voru rekin heim á kvöldin og mikilvægur liður í kerfínu
var söfnun áburðarins undan þeim. Áburðurinn var síðan nýttur á akrinum og
töðuvellinum sem var í rækt á hverju ári. Víðáttumiklir skógar sem hindruðu
aðgang að engjum og vallendi áttu ekki heima í slíku kerfi sem var endurskapað
hér á landi við landnámið.
Utrýming birkiskógarins um landnám á því sínar skýringar. Hún var megin-
atriðið í aðlögun landsins að því landbúnaðarkerfí sem þá kom til landsins með
landnámsmönnum. Þeir breyttu útliti landsins þannig að það yrði eins og heima-
landið.
Sú staðreynd að landnámsmenn komu frá skóglausu landi gæti skýrt hvers
106