Goðasteinn - 01.09.2008, Page 110
Goðasteinn 2008
Rauðablástur lagðist að mestu af á 15. öld, á sama tíma og kornrækt og salt-
gerð. Landið var þá að komast í betra verslunarsamband við útlönd og mun betra
og ódýrara jám, ásmundarjám, fékkst í kaupstað. Ekki borgaði sig lengur að blása
hérjárn.2'
Rifhrís og höggskógur
I Grágás em ýmis athyglisverð ákvæði um nýtingu skóga. Meðal annars er þar
skilgreindur munur á hrísi og skógi. „En það er rifhrís er skjótara er að rífa upp en
sækja öxi. En það er höggskógur er mönnum er skjótara að höggva öxi en rífa
upp,“24 segir þar. Vera má að hér sé loksins komin nothæf skilgreining á því hvað
telst vera skógur á íslandi.
Akvæði eru um hvað á að gera ef skógur er ofnotaður: „Að skipta skógi. Ef
menn eigu skóga saman tveir eða fleiri og þykir þeim manni er þar á skóg við
annan of mikil nautn á skóginum. Nú vill sá orka deildir á skóginum er miður
neytir...“ og svo eru reglur um hvernig á að skipta skóginum.25 ítarleg ákvæði em
um hvemig fara eigi með ef menn em á ferð í skógi og vagnar, sleðar eða önnur
farartæki bila: „Ef maður fer of skóg annars með sleða eða klyfbera eða viðbönd
(band snúið saman með viðjum) eða vagn eða vagar (vögur = grind eða börur
dregnar af hesti), og bilar reiði (ferðabúnaður) hans ... “ í skóginum, þá má hann
höggva timbur til að gera við ferðabúnaðinn en skilja eftir brakið. „Hann skal
segja til þess á næsta bæ, þar er á leið hans sé, hvað hann hefur höggvið. Hann
skal handsala þeim manni er skóginn á verð slíkt sem búar virða. Hann skal hafa
goidið á fjórtán nóttum hinum næstum, ella verður eigi heimilt skógarhöggið.“
Samkvæmt öðrum ákvæðum Grágásar átti að nota mó fremur en timbur til
eldiviðar, ekki átti að auka skógarhögg frá því sem hefðbundið var og mógröftur
og skógarhögg skyldi ekki valda skaða á skógum og landi. Mönnum var því annt
um skóga sína, ef trúa má Grágás. Meginþættir skógarnýtingar voru annars
kolagerð til rauðablásturs og dengingar ljáa, skógarhögg til húsagerðar og verk-
færagerðar ýmiskonar og eldiviðarhögg.
í grein sem rituð er árið 2001 ræða Orri Vésteinsson og lan A. Simpson um
eldsneytisnotkun Islendinga fyrir daga iðnvæðingar.26 Þeir telja að hefðbundin
skoðun sé að skógaeyðing hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir lífsgæði. Eyðing
skóga hafí leitt til þess að byggingaefni og eldsneyti skorti sem aftur leiddi til þess
að hús minnkuðu. Skortur á eldsneyti leiddi til þess að húsnæði var skipt upp í
smærri og smærri herbergi sem minna eldsneyti þurfti til að hita. Skortur á trjáviði
hafi einnig leitt til þess að hætt var að vinna járn á 15. og 16. öld.
Þetta hefur þær ósögðu forsendur að trjáviður hafi verið aðaleldsneyti og að
timbur hafi orðið það sjaldgæft að fæst heimili hafí haft aðgang að því. Annað
108