Goðasteinn - 01.09.2008, Page 118
Goðasteinn 2008
ins, Guðmundi Halldórssyni og einum frá Skógrækt ríkisins, Hreini Óskarssyni. í
samningnum stendur að ríkið skuldbindi sig til að veita 28 milljónum til verk-
efnisins árið 2007 og 50 milljónum á ári frá 2008 til 2016. I samningnum stendur
ennfremur að sérstakur verkefnisstjóri skuli ráðinn til verkefnisins og að skrifstofa
Hekluskóga verði í Gunnarsholti á Rangárvöllum. A haustdögum var Hreinn
Óskarsson ráðinn verkefnisstjóri Hekluskóga og tók hann til starfa 1. janúar 2008.
Rannsóknir til stuðnings verkefninu
Rannsóknir í uppgræðslu og skógrækt hafa um nokkurra áratuga skeið verið
stundaðar á Hekluskógasvæðinu og víðar á vegum Rannsóknastöðvar Skógræktar
ríkisins á Mógilsá, rannsóknasviðs Landgræðslu ríkins í Gunnarsholti, auk ýmissa
stofnana þar á meðal RALA og Náttúrufræðistofnunar íslands o.fl. Má þar nefna
rannsóknir á innlendum belgjurtum, uppbyggingu vistkerfa á röskuðum svæðum
(LANDBÓT), úttekt á kolefnisforða jarðvegs á Hekluskógasvæðinu, gróður-
setningartilraunir í mismunandi stig og gerðir uppgræðslusvæða, áburðargjöf á
birkiplöntur á rýru landi, rannsóknir með beinsáningu birkis og rannsóknir á
svepprót á birki og melgresi, svo eitthvað sé nefnt. Telja aðstandendur verkefnis-
ins að ágætis þekkingargmnnur sé til staðar til að hefjast handa við svo umfangs-
mikið verkefni á þessu erfiða svæði. Nýtt verkefni var sett á laggirnar vorið 2007
sem nefnist SKÓGVATN og snýst um að rannsaka áhrif skógræktar og land-
græðslu á vatnsgæði, vatnalíf og vatnsbúskap.
Framkvæmdir
Framkvæmdir á Hekluskógasvæðinu hófust í nafni Hekluskóga árið 2006.
Framkvæmdir voru að nokkru leyti framhald á starfí Landgræðslu ríkisins og
Skógræktar ríkisins undir nýjum formerkjum. Landgræðslan og verktaki sáðu
melgresissáðblöndum í um 140 ha árið 2006 og 160 ha árið 2007 í Landskógum,
Árskógum og Þjórsárdal, auk annarra svæða. Auk þess vom eldri sáningar og
önnur svæði styrkt með áburðargjöf, alls tæplega 600 ha árið 2006 og 750 ha árið
2007. Nokkrir bændur á svæðinu hafa einnig grætt upp land með góðum árangri í
tengslum við verkefnið „Bændur græða land“. Má' þar sér í lagi nefna góðan
árangur í landi Næfurholts og Hóla en þar er birki farið að sá sér út í land sem
borið hefur verið á í nokkur ár. Birkiplöntur og víðigræðlingar (10 þús.) voru
gróðursettar í trjálundi á sömu svæði alls um 130 þús. hvort ár. Menntaskólanemar
frá Laugarvatni og sjálfboðaliðahópar dreifðu árið 2007 um 15 kg af birkifræi sem
Kvískerjabræður Helgi og Hálfdán söfnuðu og færðu Landgræðslu ríkisins til
sáninga. Auk þessa hafa sumarvinnuhópar Landsvirkjunar gróðursett tugi þúsunda
116