Goðasteinn - 01.09.2008, Page 121
Goðasteinn 2008
Þór Jakobsson veðurfræðingur
sumarbóndi í Mörk á Landi
Mörk á Landi
- blómatími, eyðing og vísir að endurreisn
Amma mín, Guðrún Jónasdóttir (1866-1950), móðir móður minnar, Þóru
Einarsdóttur, var Rangæingur í húð og hár, fæddist að Görðum í Landsveit, en
faðir hennar, Jónas Jónsson (1838-1912), fæddist og ólst upp í Mörk á Landi. Eg
naut kynna við ömmu og afa en ég var hér um bil 14 ára þegar amma dó. Þau
höfðu þá átt heima í Reykjavík marga áratugi en þar ólst ég upp. Eg lærði hjá
ömmu hinn þekkta húsgang:
Hekla, þú ert hlálegtjjall
að haga þér til sona,
einatt kemur öskufall
úr þér, gamla kona.
Orðin „gamla kona“ voru borin fram dimmri röddu og með sérstakri áherslu
hjá ömmu þegar hún fór með vísuna. Mamma mundi eftir afa sínum Jónasi sem
bjó hjá dóttur sinni og tengdasyni síðasta áratug ævi sinnar, síðast í Reykjavík.
Kona Jónasar, langamma mín Guðrún Vigfúsdóttir, lést í Skarðsseli árið 1900.
Móðir mín var á ellefta árinu þegar Jónas lést. Hún mundi vel eftir því að hafa
leitt afa sinn blindan á gangstéttinni úti fyrir heimili þein-a í Reykjavík. Að sögn
mömmu hélt hann kolsvörtu hári sínu og alskeggi. Svipað reyndist líka síðar hjá
móður minni en svart hár hennar fór ekki að grána fyrr en hún var komin yfir
nírætt! Langafí hafði staðið í ströngu og ekki átt sjö dagana sæla frekar en aðrir
bændur í Landsveit. Hann barðist við náttúruöflin og þurfti að flytja bæinn þegar
vatnsból fylltust af sandi.
Jónas var flóttamaður eyðingarafla sem herjuðu í Landsveit seinni hluta 19.
aldar en faðir hans hafði verið svo vel efnum búinn að hann fékk viðumefnið ríki.
Ríkidæmi Jóns ríka Finnbogasonar í Mörk var enn haft í minnum í bernsku minnu
um miðja 20. öldina. Þetta voru kjaftasögur í þjóðsagnastíl sem ég hef komist að
síðar að hafí gengið um fleiri efnamenn á landi hér á ýmsum tímum. Jón átti að
119