Goðasteinn - 01.09.2008, Side 125
Goðasteinn 2008
B.
I bókinni Sandgræðslan 50 ára (1958) lýsir Guðmundur Árnason frá Miila í
Landsveit Mörk svo sem hér segir: Bærinn Mörk stóð fyrir miðjum Landskógum
að vestan og hefur dregið nafn sitt af mörkinni fyrir ofan. Jörðin átti mikið land
upp í skóginn en fremur lítið neðan hans. Tún var allstórt, slétt og dágott en litlar
slægjur aðrar. Eigi að síður var jörðin eftirsótt og afkomugóð sökum beitarinnar.
Eins og að er vikið, hefur uppblástur byrjað snemma beggja megin Merkur og eytt
löndum hennar neðan skógarins en vatnið og dálítil spilda fram að því að
Klofamörkum hélst alltaf lítt skert. Var jörðin því vel byggileg meðan skógarnir
héldust hið efra.
Áður er sagt nokkuð sagt frá búskap Jóns Finnbogasonar. Árið 1862 tók
tengdasonur hans, Jón hreppstjóri Gíslason, jörðina og bjó þar góðu búi í 20 ár. Á
þeim árum gekk þó mjög á skóginn, uns yfír lauk 1882, eins og fyrr er getið.
Vorið 1881 er lausafé Jóns 14 hundruð en 1/2 hundrað að ári liðnu.
Sést á þessu, hvert afhroð Fellisvorið gerði hér í sveit. Samanlögð lausa-
fjártíund í hreppnum var árið 1881 370 1/2 hundrað en 92 hundruð árið eftir, eða
tæplega 1/4, og héldu bændur þó yfírleitt nautpeningi sínum.
Að ári liðnu flýði Jón byggð og fluttist að Hofi í Eystri-Hrepp, enda þá ekki
annað óblásið af jörðinni en túnið og ámóta spilda fram að því en þó mjög
sandborið. Þá tók jörðina Sæmundur Arnbjarnarson frá Króktúni. Fékk hann til
viðbótar hálft Eskiholt og þó langt væri til seilst hafði hann þar kindur sínar. Bjó
hann í Mörk í 12 ár eða til 1895. Þá tók af vatnsbólið, bæjarlækinn fyllti svo af
sandi að gengið varð þurrum fótum upp í botn. Síðan hefur jörðin verið í eyði.
Sandgræðsla íslands eignaðist jörðina fyrir 12 árum og girti landið. Síðan hefur
túnið verið slegið flest ár og gróður aukist svo út frá því að vel væri þar byggilegt
aftur með nokkurri viðbót frá Klofa þó að ekki væri hægt að hafa þar sauðfé fyrst
um sinn.
C.
í Sýslu- og sóknarlýsingum 1841, skrifaðar af séra Jóni Torfasyni, segir: „I norður
útnorður bæjarleið frá Klofa er Mörk, 10 hundruð slæjulaus, en Ijárgöngujörð
sæmileg eða þó í betra lagi, þar er og enn nokkur skógartó. Á jörðina gengur
sandur, helst á hagana og skóginn.“
D.
Þá skal til fróðleiks vitnað í Sunnlenskar byggðir, bindi V, þar sem Baðsheiði er
lýst (Búnaðarsamband Suðurlands 1987). Rúmlega kílómetra norðaustur af
núverandi Stóra-Klofa er nolckur jarðylur: Volgt eða snarpheitt uppstreymi lofts
um glufur og holur í blásnu hrauninu á dálitlu svæði. Rúst er hér af baðhúsi,
123