Goðasteinn - 01.09.2008, Síða 127
Goðasteinn 2008
r
Abúendasaga í Landmannabók
Konungur átti Mörk til 29. maí 1675 er hann seldi jörðina Hinriki Bjelke
höfuðsmanni og er sölubréf dagsett 3. apríl 1674. Hinrik átti Mörk til ævi-
loka en erfíngjar hans seldu Jóni Péturssyni lögréttumanni í Hliði 25. apríl
1690.
Jón Pétursson og afkomendur hans eiga Mörk a.m.k. á þriðja áratug. Þá er
Jón Sveinsson nefndur eigandi Merkur árið 1762 og Hafliði Marteinsson
árið 1803.
Helga Ingimundardóttir, ekkja Hafliða, gaf séra Auðuni Jónssyni presti á
Stóru-Völlum Mörk í próventugjöf.
Að séra Auðuni látnum var hálf Mörk seld á uppboði 2. júní 1818 og var
Finnbogi Þorgilsson á Reynifelli hæstbjóðandi. Hann fékk síðan afsal hjá
skiptaréttinum fyrir allri Mörk 7. október 1818.
Ætt Finnboga Þorgilssonar og Helgu Teitsdóttur á Reynifelli á Rangár-
völlum átti Mörk á Landi í um það bil þrjá aldarljórðunga.
Við lát Finnboga eignaðist Jón (1794-1859) sonur þeirra Mörk að hluta árið
1833 og síðar alla jörðina en Jón og kona hans Guðrún Einarsdóttir (1802-
1868) frá Þverá í Fljótshlíð höfðu hafið búskap í Mörk árið 1827.
Jón efnaðist vel og var nefndur Jón ríki. Hann átti, auk Merkur, Garða,
mikið í Skarði, hálft Eskiholt, Eril (hjáleigu frá Skarði), Ósgröf, Skarfanes
og hugsanlega Galtalæk að hluta.
Tveir aðrir synir Finnboga og Helgu á Reynifelli á Rangárvöllum fluttu upp
í Landsveit og bjuggu þar. Það voru þeir Ami Finnbogason á Galtalæk og
Teitur Finnbogason í Skarði.
Jón ríki og Guðrún bjuggu í Mörk til æviloka en árið 1862 tók dóttir þeirra,
Ragnhildur, og tengdasonur, Jón Amason, við búi.
Jón Árnason var hreppstjóri í Landmannahreppi 1871-1881. I eftirmælum er
honum lýst svo: „Jón var karlmenni og vissu fáir afl hans. Eigi var hann að
því skapi starfsmaður eða búsýslumaður, ÞÓ BJÓ HANN VEL ÞVÍ KONA
HANS VAR GÓÐ BÚKONA. Smiður var hann góður. Manna spaklynd-
astur, einkum drukkinn, sem hann varð oft í ferðum; þótti þó stundum í
blíðmálla lagi.“
Jón Árnason og Ragnhildur, dóttir Jóns ríka, yfirgáfu Mörk árið 1883 og
fluttu vestur yfir Þjórsá. Var þá orðið erfítt að búa í Mörk sökum sandfoks
og gróðureyðingar í Landskógum sem nú fengu nafnið Merkurhraun.
125