Goðasteinn - 01.09.2008, Page 130
Goðasteinn 2008
heitir Baðsheiði. Fram af henni tóku við lönd þau er bæirnir Klofí, Skarð, Króktún
og Fellsmúli voru fluttir á. En bráðlega hefði bæði Baðsheiði og þessi lönd blásið
upp eða farið í kaf ef ekkert hefði verið gert til varnar.
Ættaróðalið Mörk á Landi
Hér verður látið staðar numið að sinni. Sandgræðsla ríkisins, síðar Landgræðsla
ríkisins, var stofnuð og spymti við fótum með hjálp bænda í sveitinni. Bjargað
varð því í Landsveit sem bjargað var. Arni Amason í Stóra-Klofa var starfsmaður
Landgræðslunnar í Landsveit og lyfti í þessum efnum Grettistaki í samvinnu við
aðra liðsmenn í baráttunni við eyðingaröflin.
„Ættaróðalið“ Mörk á Landi var um síðir endurheimt eftir tæpa öld í eyði,
landið girt og girðingu haldið við með ærinni fyrirhöfn. Var síðan tekið til við að
sá fræjum og gróðursetja, ekki einungis innan Merkurgirðingar, heldur farinn nær
árlegur leiðangur upp í Merkurhraun og stráð þar fræjum. Þar hétu áður Land-
skógar. Einn góðan veðurdag síðar á öld líðanda munu vonandi Landskógar þykja
réttnefni á ný.
Höfundur þessa greinarkorns þakkar frænda sínum, fróðleiksmanninum Finni
Eysteinssyni, og Hilmari Þór Sigurðssyni bókasafnsfræðingi, skjalasafni RARIK,
fyrir ábendingar og heimildir um Mörk á Landi sem þeir báðir færðu mér óbeðnir.
Nánar mætti vinna úr þeim upplýsingum og öðrum. Einnig er fátt sagt um síðustu
áratugi í Mörk. Hér er verk að vinna sem bíður betri tíma.
Gagnlegar heimildir
Amór Sigurjónsson ritstjóri. Sandgrœðslcin 50 ára, 1958.
Guðmundur Árnason í Múla: Uppblástur og eyðing býla í Landsveit (4. kafli),
1958 .
Jón R. Hjálmarsson. Sty>rkir stofnar. Eyjólfur Landshöfðingi og aðrir sjö, 1994.
Theodór Theodórsson. Landsveit: Byggð og gróðureyðing 1703 - 1968, B.Sc.-
ritgerð við Háskóla íslands, 1982.
Valgeir Sigurðsson. Landmannabók. Viðbætur unnu: Ragnar Böðvarsson
(ritstjóri), Þorgils Jónasson og Ingólfur Sigurðsson, 2003.
128