Goðasteinn - 01.09.2008, Page 139
Goðasteinn 2008
Guðrún Snæfríður Gísladóttir
leikari
á Oddastefnu
Eftir að hafa plægt mig í gegnum endalausar jarðalýsingar - sem flestar eru
einhvernveginn svona: „Túni spillir mold og blástur, líka högum, liggur hvort
tveggja undir spjöllum, land mikið og gott en blásið, gripagagn gott, skógur
fylgir“ — þá eltist ég næst við hálft hundrað drauga um Rangárþing þvert og
endilangt, með Gunnu Ivars fremsta í flokki - sísona: „Gunna ívars hefur
vistaskipti, Gunna Ivars á faraldsfæti, Gunna ívars gengur af Þorbjörgu dauðri“ -
þá endaði ég loks á mannfólkinu.
Og þar eru nú aldeilis blaðsíðurnar af Gunnum og Jónum og mér liggur satt að
segja aftur og aftur við andköfúm yfír hvað þetta fólk hleður niður af börnum sem
oft á tíðum er eins og enginn beri ábyrgð á.
Einn er þarna Guðmundurinn ósköp líkur öðrum, fæddur 1809, flytur með
föður sínum frá Stóra Hofi að Kvíárholti liðlega tvítugur og þar hittir hann fyrir
Ingibjörgu sem er tveimur árum eldri en hann. Og hún var bæði hálfsystir og
uppeldisdóttir stjúpu hans og framhjábam Jóns hreppstjóra, reyndar fædd að
honum látnum - og nú, þau fella hugi saman, Guðmundur og Ingibjörg, og þeim
fæðist sitt fyrsta barn 1832 og annar sonur 1835 og eru þau þá gefín sarnan og
eignast svo 7 böm á næstu 10-11 árum - það síðasta 1842 - en þá deyr Ingibjörg af
barnsförum. Þá gerist Sigríður nokkur bústýra hjá Guðmundi í nokkur ár og
eignast þau tvo syni. Þá tekur Guðmundur saman við rúmlega tvítuga Vilborgu og
eignast þau 11 böm á næstu 12 árum og upp úr því deyr hún.
Ojá, hann var mikill barnakarl, hann Guðmundur - eignast þetta 19 eða 20 börn
með þremur konum. Og þær deyja allar en hann lifír þónokkuð enn. Er mér ekki
fyrirgefið þótt ég taki andköf og hugsi: Hvað var hann Guðmundur eiginlega að
hugsa og út á hvað gekk þetta líf?
137