Goðasteinn - 01.09.2008, Side 140
Goðasteinn 2008
Ber er hver að baki nema bróður sér eigi, tveimur af sonum Guðmundar farnast
svo hér í sveitinni sem hér segir:
Þórður, sem frá fjögurra ára aldri elst upp hjá móðurbróður sínum, hann
mannast fljótt og vel, sagður vaskur maður, vel greindur og framagjarn. Hann
fínnur sér festarmey sem heitir Kristín og eru þau 22 ára er þeirra fyrsta barn
fæðist en góðar jarðir lágu ekki á lausu og efni lítil sem engin - en Þórður virðist
þá vera svo ljónheppinn að Hafliði einhver gerist þeim skötuhjúum svo hjálplegur
að gefa þeim próventu sína sem kallað var, það er að segja afhenda honum jörð
sína og bú gegn því að fá að vera hjá þeim til dánardægurs. Þórður getur því hafið
búskap 1869 og telur fram fyrsta vorið 4,5 hundruð og hann eykur svo bú sitt hægt
og jafnt og eftir 13 ár telur hann fram 18,5 hundruð og átti þá orðið annað stærsta
bú í Holtamannahreppi. En vorið 1869 var hið svonefnda „harða vor“ og töldu þá
bændur þar í sveit að jafnaði fram ekki nema 5 hundruð. Og Þórður heldur með
harðfylgi og vinnusemi áfram að auka bú sitt upp í allavega 25 hundruð.
Þetta var öld hinna mörgu og lágt launuðu hjúa og til er þessi þula af heimilis-
fólki hans:
Þórður og Kristín þreyta bú,
Þórdís og Gunnar óskahjú,
Margrét og Þórunn þekkar,
Jónína Sólveig, systur þrjár,
siðprúð Jóhanna gœtirjjár,
Hannes og Haltdór rekkar,
Sigurður, Jóhann hreyfa hönd.
Hrós á Vilborg og Guðrún vönd
að gera garðinn frœgan.
Emerit-prestur er og Jón
og Þónmn hans, þótt vanti sjón.
Margrét á halann hœgan.
Jæja - á þessum sama tíma elst bróðir Þórðar, Einar, upp hjá Einari afa sínum
og er hjá honum meðan hann lifir og síðan fyrirvinna fóstru sinnar. En ekki
eignast hann bæinn að henni látinni heldur er hann eitthvað áfram vinnumaður hjá
þeim er tók við búinu og síðan er hann lausamaður hér og þar og stundar smíðar
eins og jafnan síðan. Tæplega þrítugur stofnar hann eigið heimili og heimilisfólk
hans er þá hún Sigríður og börn þeirra tvö. Það vor telur hann fram eitt hundrað -
það er að segja svona einn fimmta af meðalbúi - og næstu þrjú ár telur hann áfram
fram eitt hundrað og eru þau þá fimm í heimili. Þá loks eru þau Sigríður gefin
138