Goðasteinn - 01.09.2008, Page 142
Goðasteinn 2008
Þrívegis hafði Einar byggt yfir sig og sína en fjórði og síðasti kofínn var að
mestu reistur af grönnum hans. Gamlir menn töldu að allir hefðu þessir kofar
verið með svipuðu sniði. Og svona bjó hann:
Veggir voru laglega hlaðnir úr kekkjum að innan en sniddu að utan 5 til 6
feta háir. A suðitrgaflhlaði vont dyr við austurvegg og ofan við þœr tveggja
rúðu gluggi. Dyraumbúningar vont við ytri og innri kamp og hurðir tvcer
sem féllu þétt að stöfum. Norðan við miðju á vestur vegg var gluggatóft og í
henni lítill fjögra rúðu gluggi. Húsið var gert upp með sperrum og lang-
böndum. En melstöng var raðað reglulega upp og niður utan á langböndin.
Gróið torfþak varyst.
Þetta hús hefur Itklega verið um átta feta vítt milli veggja og lengd gólfsins
um fimmtán fet. Flatarmál kofans innan veggja hefur þá verið um 10
fermetrar. Allur var kofinn óþiljaður og engin föl í gólfi. Rúm Einars stóð í
norðvesturhorni með höfðalag við vesturvegg. Framan við rúmið undir
glugga stóð smiðjuborð hans. Lítill steðji felldur í steinblökk var skammt
framan við borðið en aflinn á bálki til hliðar við borðið úti við vestur-
vegginn. Ekki var annað eldstæði þar á bæ og matur soðinn á honum og
hitaður ketillinn. Eldivið og matföng varð hann að geyma inni hjá sér en
birgðir þeirra voru aldrei miklar. Fáein ár kringum aldamótin átti Einar
hest og á vetrum hýsti hann hestinn hjá sér í suðvesturhorni kofans.
I þessum kofa býr Einar með konu sinni og eitthvað af bömum - að minnsta
kosti tvær dætur hans deyja úr holdsveiki og að endingu deyr konan úr
krabbameini eftir langa kvalalegu. Hann stundar alla tíð sínar smíðar bæði af bæ
og á. Hestjárn, reislur, hnífa, pála, amboð, torf og sláttuljái smíða sveitasmiðir.
Ennfremur skrínur, skjólur, byrðar, kvíslar, mjóllcurtrog, koppa og keröld,
margskonar áhöld og algeng smíðatól - að öllu þessu leggur Einar haga hönd og
síðast en ekki síst var hann mjög eftirsóttur líkkistusmiður.
Þá var Holtasveit helmingi mannfleiri en nú og mannslát mjög tíð og oft þurfti
því á kistusmiði að halda. A öllum verkum Einars var prýðilegt handbragð. Síðast
er Einar hraktist milli kofa var hann spurður hvert hann vildi helst flytja. Og hann
svaraði:
Helst vil ég enda æfina I Marteinstungusókn, þar á ég fiesta vini, i
Marteinstungu hvíla margir þeir sem mér hafa verið kærastir og svo á ég
kringum tvö hundruð kistur í kirkjugarðinum þar.
140