Goðasteinn - 01.09.2008, Page 146
Goðasteinn 2008
kölluð hinn kristni heimur, ekki síst frá 8. öld til hinnar 13. en þá fer sagnaritun að
verða íjölbreyttari. Eftir siðaskiptin og einkum á 17. og 18. öld færist annálaritun
heldur betur í aukana á Islandi en þá hefur dregið mjög úr henni suður í Evrópu.
Frumritum margra yngri annála var safnað af Ama Magnússyni sem flutti þau í
safn sitt í Kaupmannahöfn þar sem tíu þeirra brunnu í eldinum 1728 og af þeim
glötuðust þrjú að fullu. Yngri annálar varðveita margan fróðleik sem ekki er til
annars staðar en heimildagildi þeirra er mjög misjafnt, margt tínt upp úr mis-
góðum rituðum heimildum og margt ónákvæmt, auk þess er skyldleiki samsteypu-
annála oft æði flókinn og torvelt að greina hvaðan einstök atriði eru runnin.
Fomu íslensku annálarnir voru fyrst gefnir út í Kaupmannahöfn 1847 á vegum
Arnanefndar. Þetta er samsteypa annála um árin 803-1430. Þar er íslenskur texti
prentaður á vinstri síðu opnu en latneskur á þeirri hægri. — Norskur fræðimaður
og prófessor, Gustav Storm, gaf út fomu annálana, Islandske Annaler indtil 1578.
Christiania 1888, ljósprentaðir í Osló 1977. Þar eru 10 annálar gefnir út, einn af
þeim Oddverjaannáll, þó ekki allur því að Storm felldi úr efni sem er samhljóða í
öðrum eldri annálum og sleppti líka utanmálsgreinum. Á þær verður síðar minnst.
- Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út annála síðari alda, Annálar 1400-
1800, Reykjavík 1922-1987, 6 bindi. Að auki tvær lykilbækur 1998 og 2002. Þar
er um að ræða hátt í 40 annála.
Oddaannálar
Oddaannálar eru stutt veraldarkrönika eða veraldarsaga sem byrjar á að segja frá
Adam og Evu og endar árið 67 eftir Krist þegar Gyðingalýður reis á móti
Rómverjum. Fram að fæðingu Krists heljast annálsgreinarnar á Anno Mundi eða
einungis Anno en eftir Krists burð oftast á Anno Christi eða Anno Domini. Efnið
er bæði kristilegt og veraldlegt.
Fjöldi handrita: Frumrit Oddaannála hefúr ekki varðveist til okkar daga og þeir
eru ekki lengur til í upprunalegri mynd. Sú gerð annálanna sem nú er kunn er til í
alls 14 handritum en í engu þeirra heil. Sum handritanna varðveita aðeins brot
annálanna og þau mislöng, af sumum hafa glatast blað eða blöð þar sem þeir hafa
staðið og í öðrum hafa stakar annálsgreinar verið felldar brott þó að handritin séu
heil. Auk þessara 14 handrita Oddaannála er smávegis úr þeim í tveimur ritum
Bjöms Jónssonar á Skarðsá svo sem greint verður frá hér á eftir. Annálarnir hafa
ekki verið gefnir út áður nema brot er úr þeim í ritinu Hamlet in Iceland, gefið út
af Israel Gollancz, London 1898. Þetta er sem sagt Amlóðasagan.
144