Goðasteinn - 01.09.2008, Page 148
Goðasteinn 2008
Sæmundur höfundur
Krönika sem kallaðir eru Oddaannálar, úr latínu útlagðir af Sæmundi fróða.
Svona hljóðar fyrirsögnin í aðalhandriti Oddaannála (kallað svo hér og eftirleiðis
því að eftir því voru annálamir prentaðir). Handritið er varðveitt í British Library,
Þjóðarbókhlöðu Englendinga, og ber númerið 11.153 4to. Eftirtektarvert er að þeir
eru hafðir hér í fleirtölu og þannig er það líka í fyrirsögn Oddaannála í öðrum
þeim handritum sem varðveita upphaf þeirra. Þetta handrit er skrifað að undirlagi
Magnúsar Jónssonar í Vigur (1637-1702) sem var mikill grúskari bæði í fornum
fræðum og nýjum. Ymislegt fleira en Oddaannálar er í handritinu, m.a. Krönika
Carionis sem síðar verður vikið að. Oddaannálar eru þarna á 24 blöðum en 46
blaðsíðum. Mestallt handritið skrifaði Jón nokkur Þórðarson í Kálfavík í
Ögurhreppi í Norður-Isaíjarðarsýslu. Handritið er skrifað 1692 eins og síðar getur
og var í eigu Finns Magnússonar í Kaupmannahöfn en selt til British Museum í
júlí 1837. Annað handrit Oddaannála hefur borist Finni til Kaupmannahafnar og
verið selt þaðan til British Museum á sama tíma og hið fyrrnefnda þannig að tvö
handrit annálanna eru varðveitt í því safni.4 Finnur Magnússon
leyndarskjalavörður (1781-1847) lenti í ljárhagskröggum og seldi vænt
handritasafn sitt til Bretlands í þremur slöttum, 1826 til Edinborgar, 1828 til
Oxford og 1837 til British Museum í London.5
Þama er Sæmundur fróði sagður hafa þýtt annálana úr latínu og í ýmsum ritum
lærðra manna á 17. öld er haft fýrir satt að Sæmundur hafi staðið fyrir annálagerð.
Fyrst verða fyrir þrjú rit eftir Björn Jónsson á Skarðsá, en frá honum gæti
hugmynd annarra lærðra manna 17. aldar um Sæmund og Oddaannála og
Oddverjaannál verið runnin. Tilvitnanir sem hér fara á eftir um Sæmund sem
höfund eða ekki höfund em allar sóttar í útgáfu annálanna 2003,h þar má sjá nánar
hvar í frumritum þær er að fínna.
Björn hefur haft í fómm sínum eitthvert handrit Oddaannála, svo sem sjá má af
því sem hér fer á eftir. Hann segir m.a. í fonnála að Skarðsárannál sem dagsettur
er 29. apríl 1639:
Þessum jafnframt [þ.e. Kolskeggi og Ara fróðaj er og svo sá vellærði mann
Sæmundur prestur Sigfússon hinn fróði, er mjög diktaði historíur og
annálaskrif og hans ættmenn Oddaverjar héldu því og lengi, og köllum vér
það Oddaannála, er Sœmundur diktaði og byrjaði, og eftir hann aðrir
víkkuðu og viðjóku.
146