Goðasteinn - 01.09.2008, Page 150
Goðasteinn 2008
og 1673. í formála að skýringum sínum við Völuspá þar sem hann fjallar um
Sæmund segir hann m.a.:
Inter cætera multa Annales seu Chronicon ab orbe condito usq(ue) ad sua
tempora retexens, Latinis ut plurimum literis id ipsum exaravit.
Meðal margs annars ritaði hann annál eða kröniku [sem spannar tímann]
frá upphafi heims og allt til hans daga, að mestu á latínu.
Þessi ummæli Guðmundar koma síðan orðrétt fram í formála Peder Hanson
Resens (1625-1688), sagn- og lögfræðings m.m., fyrir útgáfunni á Lexicon ls-
landicum eftir Guðmund.
í stuttri ævisögu Sæmundar fróða sem einhver kunningi Arna Magnússonar
hefur sennilega skrifað að beiðni hans og er í handriti frá byrjun 18. aldar (AM
254 8vo) segir m.a.
Hann byrjaði ogfyrstur Odda annál ab orbe condito og allt til síns tíma,
fróðlegt verk og fagurt gjört sem í sama máta prísar það verk sinn meistara.
Af því sem nú hefur verið rakið er Ijóst að á 17. og 18. öld var það trúa sumra
manna að Sæmundur fróði hefði sett sarnan annála þá sem kenndir voru við Odda
og/eða Oddverja. Var sú nafngift eðlileg úr því að Sæmundur var talinn höfundur
en nöfnin vom notuð sitt á hvað og Oddaannálar látnir ná yfír tímabilið „ab orbe
condito ... ad sua tempora“, þ.e. frá sköpun heims til sinna (Sæmundar) daga þótt
þeir nái aðeins til ársins 67 eftir Krist.
Á 17. öld hefur vegur Sæmundar líklega orðið einna mestur og voru honum þá
eignuð verk sem hann hefur aldrei verið viðriðinn, eddukvæði, Njáls saga, saga af
Jómsvíkingum, Sólarljóð.7 Fullvíst er hins vegar talið að hann hafí samið verk á
latínu um Noregskonunga og við það hafí verið stuðst þegar kvæðið Noregs-
konungatal var ort til heiðurs Jóni Loftssyni (1124-1197) sonarsyni Sæmundar.
Ekki er heldur talið útilokað að höfundur Fagurskinnu hafi stuðst við verk Sæ-
mundar.8 Til gamans mætti hér grípa niður í tvær annálsgreinar Oddverjaannáls. 1
annarri segir frá forfrömun Sæmundar á erlendri grund og lærdómi hans og í hinni
vísað til hans sem heimildarmanns um veðurhörkur:
Sœmundur fróði kom úr skóla afParís með áeggjan Jóns Ögmundssonar er
síðan varð biskup að Hólum. Hann var spekingur að viti og bjó að Odda á
Rangárvöllum, segir í annálsgrein 1077 og í annálsgrein 1048: Svo segir
Sœmundur prestur hinn fróði að á þessu ári svo mikið frost verið hafi að
vargar runnu á ísi millum Noregs og Danmerkur. “
148