Goðasteinn - 01.09.2008, Page 151
Goðasteinn 2008
Sæmundur ekki höfundur
En hverfum nú aftur að annálunum og þá að hinni hliðinni því að ýmsir drógu í
efa eða höfnuðu því að Sæmundur hefði nokkuð við þessa annála verið riðinn og
skal það nú rakið lítils háttar.
Þormóður Torfason sagnaritari og fornfræðingur konungs (1636-1719) vitnar í
einu rita sinna til einnar þein'ar annálaklausu sem höfð er eftir Birni á Skarðsá hér
á undan (Og hefi ég fundið í... ) og grunar að Björn hafi látið glepjast þar sem
hann telji úr ritum Sæmundar efni sem sé úr yngri íslenskum annálaverkum,
þangað komið úr einhverri danskii kröniku, eða með orðum Þormóðs sjálfs.
Suspicamur itaqve Biorno hic glaucoma qvoddam obvenisse; qvo impeditus
pro Sœmundi scriptis acceperit recentis cujusdam Annalistæ Islandi
excerpta, ex vulgari qvodam Danorum chronographo (ut conjicere licet)
emendicata et depravata.
Okkur grunar þess vegna að Björn hafi hér látið glepjast þar sem hann hafi
tekið sem skrif Sæmundar klausur einhvers yngri íslensks annálaritara sem
(eins og giska má á) haji tekið þœr traustataki úr danskri kröniku og
fordjarfað.
I skrá sem Jón Olafsson úr Grunnavík (1705-1779) gerði 1730 yfír Árnasafn í
Kaupmannahöfn segir við eitt handritsnúmerið (429 4to): „Oddaannálar sem
eignaðir em Sæmundi fróða með hendi Snæbjarnar Pálssonar.“ Snæbjörn Pálsson
var lögréttumaður og bjó að Sæbóli á Ingjaldssandi (um 1677-1767), kunnur af
málaferlum við ýmsa meiri háttar menn.
Þetta handrit er týnt og skal ósagt látið hvort um er að ræða pappírshandrit sem
Ámi Magnússon segir á einum stað að hann hafí fengið frá íslandi. í fyrirsögn
annálanna í því handriti hefur staðið að Sæmundur hafi þýtt þá úr latínu, svo sem
víðar segir, en niðurlag annálanna hefur verið með nokkuð öðrum hætti en í þeim
handritum sem nú varðveita þá, því að þar hefur sterklega verið gefíð í skyn eða
staðið að Sæmundur hafí sett saman þessa annála á latínu og einhver annar síðar
þýtt þá á íslensku.
En þetta samþykkir Árni ekki. Hann telur raunar engin rök vera fýrir því að
Oddaannálar séu verk Sæmundar, að minnsta kosti í núverandi mynd, hann hafi
hvorki samið þá á íslensku né latínu. Að vísu sé mikið gamalt í þeim en einnig
efni úr yngri ritum en svo að Sæmundur hefði getað notað þau, t.d. efni frá Saxa
málspaka (um 1150-1220) og Johannesi Magnusi (1488-1544), sagnariturum sem
149