Goðasteinn - 01.09.2008, Page 154
Goðasteinn 2008
En í neðanmálsgrein bendir Finnur á að Oddaannálar geti ekki verið verk
Sæmundar, bæði vegna ýmissa orða sem alls ekki hafí verið kunn eða notuð á
dögum Sæmundar heldur séu mál seinni tíma og vegna ýmiss efnis sem sé safnað
saman frá Saxa hinum málspaka og öðrum yngri höfundum eða skotið inn eftir
árið 1500
ex Saxone Grammatico aliisqve recentioribus compilatum, aut interpolatum
post annum 1500.
En Finnur er varkár og segir í neðanmálsgrein:
Interim tamen Sœmundo Annalium conscriptionem haudqvaqvam abjudicare
volumus.
Við viljum samt alls ekki hafna því að Sæmundur hafi sett saman annála.
Þá er þess að geta að Flálfdan Einarsson rektor (1732-1785) er í bókmennta-
sögu sinni sama sinnis og Árni Magnússon, þ.e. að Sæmundur sé ekki við þessa
annála riðinn, enda fer hann í þessu efni mest eftir Árna.
Að síðustu má svo geta þess að upp úr 1770 deildu tveir þýskir fræðimenn, hét
annar Schlöser, hinn Thunmann, um það hvort Sæmundur hefði samið Odda-
annála. Taldi Schlöser engin haldbær rök fyrir því en Thumann hefúr víst trúað á
höfundarnafn Sæmundar. í sem fæstum orðum snerist deila þeirra aðallega um
hvaða ályktun megi draga af orðum Þormóðs Torfasonar og Björns á Skarðsá og
verður sú deila ekki rakin hér.
Heimildir - ritunartími - höfundur
Það sem hér á undan hefur verið rakið eru mestmegnis ummæli manna um það
hvort Sæmundur Sigfússon í Odda hafi sett saman Oddaannála eða ekki. En það
mun mála sannast að Sæmundur hefur ekki þýtt Oddaannála úr latínu, eins og
segir í fyrirsögn þeirra, og hann hefur heldur ekki samið þá, hvorki á latínu, eins
og virðist hafa verið sagt í niðurlagsorðum þeirra í því handriti sem Árni
Magnússon hafði handa á milli og áður hefur verið nefnt, né á íslensku. Svo sem
áður hefúr nokkuð komið firam eru rökin fyrir þessu einfaldlega þau að
Oddaannálar sækja að verulegu leyti efni til rita sem ekki urðu að marki kunn,
a.m.k. hér á landi, fyrr en á seinni hluta 15. aldar og á 16. öld. Eru enda tveir eða
þrír höfundar þessara heimildarita 15. og 16. aldar menn.
152