Goðasteinn - 01.09.2008, Síða 155
Goðasteinn 2008
Gustav Storm sem nefndur var hér áðan bendir á í formála annálaútgáfu sinnar
1888 að Oddaannálar geti vegna efnis og innihalds ekki verið eldri en frá 16. öld.
Efni þeirra sé að vísu að stórum hluta af miðaldatagi og mikilvægir drættir
fornsögunnar séu úr ritum höfunda sem voru á dögum fyrir daga Sæmundar en
auk þess séu þar drættir úr apókrýfri sögu Þýskalands, Skotlands og Englands sem
ættaðar séu úr ritum húmanista sem uppi voru kringum 1500-1550, einnig úr
ritum sem voai óþekkt á miðöldum eins og Annálar Tacitusar (um 55-120),
prentaðir 1515. Stomi tínir til allmörg dæmi þessu til staðfestingar sem ekki verða
talin upp hér enda höfundarnir flestir lítt kunnir mönnum hér á landi. Þó skal hér
nefndur auk áðumefnds Tacitusar Saxi málspaki (um 1150-1220) sem samdi
Danmerkursögu mikla, Gesta Danomm, ekki seinna en um 1220, var prentuð
1514, aftur 1534 og enn 1576. Danska rímkrönikan, Den Danske Rimkrönike,
kom út 1495, byggð á Gesta Danorum Saxa, og 1575 kom út Den danske krönike,
dönsk þýðing Anders Sörensens Vedel á Danasögu Saxa. í þessi verk Saxa sækja
Oddaannálar með einum eða öðrum hætti talsvert efni og er þar aðallega um að
ræða frásagnir af Danakonugum.
Ut úr þessu öllu kemur þá að Oddaannálar eru 16. aldar verk og þar hefur
Finnur Jónsson rétt fyrir sér og Arni og Þormóður sjá að þeir eru a.m.k. yngri en
frá dögurn Sæmundar, hinn fyrrnefndi bendir raunar á að í þeirn sé efni runnið frá
Saxa og Johannesi Magnusi og skiptir í því viðfangi ekki máli að ekki verður bent
á neitt efni í Oddaannálum sem örugglega verður rakið til verka Johannesar.
En er hægt að þrengja ritunartímann? Þeir eru í síðasta lagi samdir um 1590 því
að þeir eru að hluta til heimild Oddverjaannáls sem lokið hefur verið við ekki
seinna en 1591, eins og sýnt verður hér á eftir. Þeir eru örugglega samdir eftir
1514 eða 1515 þegar Danmerkursaga Saxa og annálar Tacitusar voru prentaðir.
Og ef annálsgrein 3513 í handriti Áma sem sagt var frá hér framar er upphafleg í
annálunum kemur ártalið 1527 sem fýrri mörk sterklega til greina. Vísbendingar
um að annálarnir hafi sótt í verk sem prentað var 1554 eru svo veikar að tæpast er
unnt að telja það ár fyrri mörlc. Ritunartíminn liggur því með nær fullri vissu á
milli 1514 og 1590, ef ekki 1527 og 1590, og girðir þá vitaskuld jafnframt fyrir að
Sæmundur sé höfundur þeirra.9
Tilurð og heimildir Oddaannálanna / þýddir úr dönsku?
Áðurnefndur Gustav Stonu hugsaði sér Oddaannála beina þýðingu á danskri
veraldarsögu og bar einkum fram þau rök að í annálunum væri mikil áhersla lögð
á sögu Danakonunga og að málið á annálunum væri dönskuskotið en undir
dönskunni væri unnt að greina latneskt tungutak þannig að skiljanlegt væri að á
153