Goðasteinn - 01.09.2008, Blaðsíða 162
Goðasteinn 2008
annál er að finna í fleiri handritum frá þessum tímum og er líkast til þýskættuð,
numin og flutt hingað af mönnurn sem þangað hafa sótt.
Um ritunartíma Oddverjaannáls er þetta að segja. Við annálsgrein 1357 þar
sem m.a. segir frá bróður Eysteini og Lilju er reikningsdæmi þar sem ártalið 1357
er dregið frá tölunni eða öllu heldur ártalinu 1591 og útkoman er 234. Þetta dæmi
er sem sagt skrifað árið 1591 og þá eftir að ritun bókarinnar var lokið. Seinna en
1591 er annállinn því ekki skrifaður. Þar sem í annálnum segir frá komu frelsarans
Jesú Krists í heiminn er lesandanum bent á að hann geti fundið meira um hann í
guðspjöllunum sem, með orðum annálsins, „nú eru komin í vort eiginlegt tungu-
mál“. Nýja testamentisþýðing Odds kom út 1540 eins og kunnugt er. Einhvem
tímann milli 1540 og 1591 er því Oddverjaannáll saminn og ritaður. En sé sótt í
prentaða þýðingu Vedels, sbr. hér á eftir, skiptir ártalið 1575 auðvitað máli því að
eftir það væri annállinn þá væntanlega saminn og þá á milli 1575 og 1591.
Nokkuð ólíkt Oddaannálum er unnt að benda á allmikið magn verka eða
heimilda sem höfundur Oddverjaannáls hefur sótt í. Skal þeirra nú getið stuttlega
hér. Er þá fýrst að telja Oddaannála sem hafa verið aðalheimild Oddverjaannáls
frá upphafi til ársins 67 eftir Kiást. En vel að merkja lengri gerð þeirra en nú er
kunn. Þetta sést með samanburði á Oddaannálum, Oddverjaannál og íslensku
þýðingunni á Kröniku Carionis, sem áður segir, og sömuleiðis er ljóst að
Oddaannálar eru heimild Oddverjaannáls en því er ekki öfugt farið. Full rök eru
fyrir þessu en verða ekki tíunduð hér.13
Þá hafa Lögmannsannáll Einars Hafliðasonar og framhald hans, Nýi-annáll,
verið notadrjúg heimild Oddverjaannáls. Lögmannsannál setti saman Einar
Hafliðason (1307-1393), prestur og Hólaráðsmaður sem einnig samdi Lárentíus
sögu Kálfssonar Hólabiskups.
Sömuleiðis hefur efni í annálinn borist úr Danasögu Saxa, fengið úr þýðingu
Anders Sörensen Vedels (pr. 1575). Eitthvað hefur e.t.v. verið sótt í Kröniku
Carionis en rök fyrir því eru þó völt. Einnig hefur efni í Oddverjaannál verið sótt í
Knytlinga sögu og norskar konungasögur (t.d. Olafs sögu Tryggvasonar og
Sverris sögu o.fl.) og Islendingasögur (Eyrbyggja sögu, Njálssögu). Þá hefur efni
verið sótt í Sturlunga sögu. Við þetta má svo bæta að höfundur annálsins segir í
lok frásagnar sinnar af komu Krists í heiminn:
...þenncm ófróðan annál sem hér eftir fylgir hef ég af gömlum sögum og
íslenskum annálum til samans dregið og þó hér kunni mikið að villast þá
vildi ég það engum til hneykingar [vanvirðu] gjört hafa, heldur ástundað (ef
verða mœtti) góðum mönnum til gamans og fróðleiks (þeim ekki annarleg
tungumál skilja) þetta mitt erfiði að auðsýna. “
160