Goðasteinn - 01.09.2008, Page 163
Goðasteinn 2008
Styður það sem hér á undan er upp talið og hlýtur ekki sá sem svona skrifar að
hafa verið með efni á erlendum tungum fyrir framan sig? í utanmálsklausu við
árið 1292 er vitnað í [Johannes] Nauclerus (1430-1510), þýskan krönikuhöfund
en verk eftir hann komu út á 16. öld. í utanmálsgrein við Anno mundi 3954 þar
sem greint er frá því að meistara skilji á um áratölu til Krists frá upphafi veraldar
eru nefndir nokkrir sagnaritarar, þ.e. Eusebius, Beda, Lúther, Brentius, Franch,
Carion og svo hebreskir. Þetta segir svo sem ekki annað en að nöfnin hafa
einhvem veginn ratað inn í annálinn en það er þó a.m.k vitnað til þeirra. Ártölin
em tilgreind. Og svipað má eflaust segja um það þegar í utanmálsgrein við árið
381 stendur „Hér endast annáll hins heilaga Jeronymi“ en hann dó stuttu síðar.
Um lát Sveins tjúguskeggs árið 999 er vitnað bæði í Saxa og Albert Krantzius,
þýskan sagnaritara (1448-1517).
Ein heimild er ótalin og sú sem gefur Oddverjaannál líklega mest gildi.
Höfundur hans hefur haft við höndina annálshandrit sem nú er glatað en annállinn
í því hefur verið skyldur Konungsannál. Þar hefur latneska efnið verið þýtt á
íslensku og auk þess hefur það haft að geyma nokkuð sérefni sem ekki er annars
staðar. Það hefur náð til 1313. Þá hættir sérefni hans miðað við Konungsannál.
Gustav Storm gaf Oddverjaannál út 1888 með hinum fornu íslensku annálum
en þó ekki allan, hann sleppti efni sem rímaði við eldri annála, vísaði aðeins til
þess þar sem það var að fínna. Einnig sleppti hann öllum utanmálsgreinum. Allur
kom annállinn fyrst út 2003 á vegum Stofnunar Áma Magnússonar á íslandi.
Eiríkur Þormóðsson og Guðrún Ása Grímsdóttir bjuggu til prentunar.
Lokaorð
Það verður því niðurstaða þessa máls að Sæmundur fróði í Odda hafí ekki samið
eða öllu heldur tekið saman Oddaannála þá sem honum eru í sumum ritum
eignaðir og kenndir eru við þann stað sem hann bjó á, a.m.k. ekki í þeirri mynd
sem við þekkjum þá nú. Rökin fyrir því eru einfaldlega þau að annállinn sækir
efni í höfunda og verk sem eru yngri en Sæmundur eða urðu ekki kunn hér á landi
fyrr en löngu eftir hans dag. Oddaannálar eru ekki þýddir úr dönsku. Þeir eru settir
saman einhvern tíma milli u.þ.b. 1530 og 1591. Höfundur er ókunnur. En það er
ekkert sem sannar að annállinn hafi ekki verið búinn til í Odda.
Oddverjaannáll er saminn ekki seinna en 1591 og ekki fyrir 1540 eða 1575.
Höfundur hans er ókunnur. Það stendur svo sem hvergi að hann sé ekki saminn í
Odda en að öðru leyti verður ekki annað sagt en að hann sé saminn einhvers
staðar um sunnan- og vestanvert landið. Aðalgildi hans er það að hann varðveitir
efni glataðs annálahandrits.
161