Goðasteinn - 01.09.2008, Page 163

Goðasteinn - 01.09.2008, Page 163
Goðasteinn 2008 Styður það sem hér á undan er upp talið og hlýtur ekki sá sem svona skrifar að hafa verið með efni á erlendum tungum fyrir framan sig? í utanmálsklausu við árið 1292 er vitnað í [Johannes] Nauclerus (1430-1510), þýskan krönikuhöfund en verk eftir hann komu út á 16. öld. í utanmálsgrein við Anno mundi 3954 þar sem greint er frá því að meistara skilji á um áratölu til Krists frá upphafi veraldar eru nefndir nokkrir sagnaritarar, þ.e. Eusebius, Beda, Lúther, Brentius, Franch, Carion og svo hebreskir. Þetta segir svo sem ekki annað en að nöfnin hafa einhvem veginn ratað inn í annálinn en það er þó a.m.k vitnað til þeirra. Ártölin em tilgreind. Og svipað má eflaust segja um það þegar í utanmálsgrein við árið 381 stendur „Hér endast annáll hins heilaga Jeronymi“ en hann dó stuttu síðar. Um lát Sveins tjúguskeggs árið 999 er vitnað bæði í Saxa og Albert Krantzius, þýskan sagnaritara (1448-1517). Ein heimild er ótalin og sú sem gefur Oddverjaannál líklega mest gildi. Höfundur hans hefur haft við höndina annálshandrit sem nú er glatað en annállinn í því hefur verið skyldur Konungsannál. Þar hefur latneska efnið verið þýtt á íslensku og auk þess hefur það haft að geyma nokkuð sérefni sem ekki er annars staðar. Það hefur náð til 1313. Þá hættir sérefni hans miðað við Konungsannál. Gustav Storm gaf Oddverjaannál út 1888 með hinum fornu íslensku annálum en þó ekki allan, hann sleppti efni sem rímaði við eldri annála, vísaði aðeins til þess þar sem það var að fínna. Einnig sleppti hann öllum utanmálsgreinum. Allur kom annállinn fyrst út 2003 á vegum Stofnunar Áma Magnússonar á íslandi. Eiríkur Þormóðsson og Guðrún Ása Grímsdóttir bjuggu til prentunar. Lokaorð Það verður því niðurstaða þessa máls að Sæmundur fróði í Odda hafí ekki samið eða öllu heldur tekið saman Oddaannála þá sem honum eru í sumum ritum eignaðir og kenndir eru við þann stað sem hann bjó á, a.m.k. ekki í þeirri mynd sem við þekkjum þá nú. Rökin fyrir því eru einfaldlega þau að annállinn sækir efni í höfunda og verk sem eru yngri en Sæmundur eða urðu ekki kunn hér á landi fyrr en löngu eftir hans dag. Oddaannálar eru ekki þýddir úr dönsku. Þeir eru settir saman einhvern tíma milli u.þ.b. 1530 og 1591. Höfundur er ókunnur. En það er ekkert sem sannar að annállinn hafi ekki verið búinn til í Odda. Oddverjaannáll er saminn ekki seinna en 1591 og ekki fyrir 1540 eða 1575. Höfundur hans er ókunnur. Það stendur svo sem hvergi að hann sé ekki saminn í Odda en að öðru leyti verður ekki annað sagt en að hann sé saminn einhvers staðar um sunnan- og vestanvert landið. Aðalgildi hans er það að hann varðveitir efni glataðs annálahandrits. 161
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.