Goðasteinn - 01.09.2008, Page 166
Goðasteinn 2008
og hálfa öld. Ekki er vitað hvenær hinar sníkjudýrategundimar bárust til landsins.
Fjárkláðinn (síðari) olli miklu tjóni í sauðfé víða hér á landi á svæðinu frá
Markarfljóti vestur um og norður til Eyjafjarðarsýslu, óvíst er hve langt austur
hann komst. Fjárkláðinn barst ekki í Þingeyjarsýslur, til Austurlands eða til
Suðurlands austan Markarfljóts. Fjárkláðamaurinn sést ekki eða varla með berum
augum. Fíann er um hálfur millimeter að lengd, ljós á lit og kúptur á bak. Flann er
skaðlegastur af öllum þeim sníkjudýrum sem hér hafa verið talin. Hann veldur
svæsnum ofnæmisbólgum og blæðandi flagsæri í húðinni og miklum vanþrifum
en sjaldan miklum dauðsföllum. Fjárkláðinn greindist síðast á Norðurlandi árið
2002 og þar áður fannst hann einnig á Ströndum og á sunnanverðum Vestfjörðum.
Vonir standa til að fjárkláðamaurinn sé nú úr sögunni hér.
Fótakláðamaurinn er enn minni en fjárkláðamaurinn og sést ekki með berum
augum. Hann er útbreiddur um landið en veldur ekki miklu tjóni. Erfiðara er að
útrýma honum en fjárkláðamaumum sem ræðst af lífsferlinum. Færilúsin,
sauðalúsin eða fjárlúsin sem er vænglaus lúsfluga og blóðsuga, var útbreidd um
allt land. Hún gat valdið talsverðum vanþrifum. Allir þekktu hana vegna þess hve
hún var stór eða eins og lítil kaffíbaun, um 7 millimetrar að lengd. Nú er hún úr
sögunni hér á landi. Síðast fannst hún í Skagafírði 1982. Skömmu áður fannst hún
á einum bæ í Arnessýslu, líklega vegna samgangs við norðanfé yfir Kjöl. Felli-
lúsin eða hafíslúsin er væntanlega einnig úr sögunni. Hún sést varla með bemm
augum, er um 2 millimetrar að lengd en með góðri lýsingu og stækkunargleri sést
hún vel. Hún var einnig þekkt um allt land en fannst síðast á Austurlandi sunnan
Berufjarðar um 2000. Skógarmaurinn er nær því eins stór og færilús. Hann er ekki
landlægur hér og mun berast með farfuglum til landsins. Lundalúsin er svipuð að
stærð og skógarmaurinn. Hún er algeng í lundabyggðum. Þessar tvær síðast
nefndu tegundir berast stundum á fólk og valda óþægindum. Hársekkjamaurinn er
ílangur, mjög smár og sést ekki með bemm augum. Hann er líklega orðinn
landlægur í hundum hér á landi.
r
Fjárkláði á Islandi
Erlendis eru mun fleiri tegundir sníkjudýra sem leggjast á búfénað en hér á landi.
Við getum þakkað legu landsins fjarri öðrum löndum og varkárri stefnu í
innflutningsmálum það hve fáar tegundir hafa borist hingað. Þær sem hér hafa
verið hafa þó valdið ómældu tjóni og þess vegna hefúr þótt nauðsynlegt að berjast
gegn þeim og freista þess að útrýma þeim af landinu. Það hefur verið torsótt.
Skýringar á því, hvers vegna svo seint hefur gengið að útrýma þessum plágum eru
ýmsar. Aðstæður og búskaparlag hér á landi gera baráttuna gegn öllum þessum
164