Goðasteinn - 01.09.2008, Síða 168
Goðasteinn 2008
þriggja vikna millibili, í seinna skiptið eftir að eggin hafa klakist út og orðið að
maurum og áður en sú nýja kynslóð maura fer að verpa eggjum. Þurft getur að
meðhöndla oftar en tvisvar og fleiri ár en eitt. Ekki hefur það þó alltaf dugað
vegna aðstæðna hér á landi. Maurinn getur hafst við á kindum í fellingum við
horn og augngrófir, í eyrum, í nárum og á koðra, án þess að á einkennum kræli
mánuðum ef ekki árum saman. Hér á landi geta kindur lifað á útigangi sums
staðar. Utigangsfé og síðheimt fé hefúr haldið við tjárkláðanum víða um landð.
Erfítt er að maurahreinsa svo öruggt sé gripahús, réttir, tréverk og moldarbörð og
annað sem fé nuddar sér upp við. Þetta allt hefur gert maurinn erfiðan til
útrýmingar og skapað þá trú að kláðamaurnum verði aldrei útrýmt. Margir trúa
því að hann lifi mánuðum saman, jafnvel árum saman í gömlum kláðabælum og
aflögðum kofum án þess að kindur komi þar nærri. Þetta er ekki talið geta staðist.
Fjárkláðamaurinn hefur ekki fundist í bráðum 6 ár. Síðast fannst hann á
Norðurlandi, í Húnavatnssýslum og Skagafjarðarsýslu en áður á Vestfjörðum. A
Suðurlandi fannst hann síðast í Vestur-Eyjaijallahreppi 1985 og í Austur-
Landeyjum árið 1981. Vonir glæðast því um það að honum hafí nú loksins verið
útrýmt.
Fótakláðamaurinn sýgur ekki blóð eða líkamsvessa. Hann lifír á frumum úr
yfírborðslögum húðarinnar. Þess vegna er enn erfiðara að eyða slíku smiti með
lyfjum sem vinna á þárkláðamaumum og berast um líkamann með blóði og
sogæðavökva. Ovíst er hve lengi hann hefur verið hér á landi, en hann finnst
líklega um allt land. Hann er svipaður að stærð og fjárkláðamaurinn og veldur að
jafnaði nokkrum kláða á fótleggjum og um kjúkur en getur einstaka sinnurn
breiðst um nára og koðra og jafnvel út um allan kroppinn og veldur þá verulegum
óþægindum, jafnvel náttúruleysi. Á fótleggjunum, oftast á afturfótum, myndast
móleitar örður sem eru fastar í húðinni. Þar er maurinn. Rækileg og endurtekin
lyfjameðferð myndi getað útrýmt honum en tjónið virðist lítið og því hefur ekki
verið lagt í þann kostnað. Fellilúsin sem einnig er nefnd hafíslús vegna þess að
lúsaplága magnaðist í vetrarhörkum, einkum þegar ísa lagði að ströndum landsins.
Fellilúsin fannst um allt land. Hún er flatvaxin með ljósan bol en móleitan haus og
lifír á efstu lögum húðarinnar. Hún er naglús en sýgur ekki blóð. Fellilúsin er um
tveir millimetrar að lengd og hana má sjá með berum augum en betur með
stækkunargleri. Hún getur lifað á kindinni án þess að mikið beri á henni en henni
fjölgar mjög þegar lífsskilyrðin batna eða mótstaða skepnanna minnkar, veldur
miklum kláða, upprifínni ull, ullarlosi og berum nuddblettum. Með lyfjum má
greiðlega vinna á lúsinni en eins og áður er sagt verður endursmitun frá
útigangsfé.
Færilús, sauðalús eða fjárlús var útbreidd um allt land. Hún sést vel með
berum augum, er á stærð við litla kaffíbaun. Hún er um sjö millimetrar að lengd
166