Goðasteinn - 01.09.2008, Page 170
Goðasteinn 2008
Fyrri fjárkláðinn breiddist út frá sauðfjárkynbótabúinu að Elliðavatni sem þá
var í Seltjamarneshreppi. Það var stofnað af stjórnvöldum árið 1756 í því skyni að
efla sauðfjárrækt Islendinga, einkum ullargæði. Faraldurinn breiddist út um
Suður- og Vesturland og Norðurland en barst ekki til Austurlands. Mikil dauðsföll
fylgdu þessum sjúkdómi. Einkennum sjúkdómsins er lýst svo:
,Pest þessi er harla óhugnanleg. Féð verður allt slegið hrúðri og kaunum,
sem stundum sest þó að um stund en spillist síðan aftur þegar minnst varir.
Þessu fylgir svo ákafur kláði svo að skepnurnar fikjast eftir að nudda við það
er þær ná til en við það ýfast meinsemdirnar. Stundum myndast þurrar
skurfur og ákomur og virðist þetta gjarna byrja í nárum og á koðra. Þegar
veikin hefur búið um sig, hleypur hörundið allt í eina hellu og taka sig þá oft
upp ígerðir og kýli, sem éta sig inn í holdið án þess að við verði gert. Iðulega
slœr bleytusudda á herðakamb, bak og síður hinna sjúku kinda, uns kápan
flagnar öll af hörundinu og verður þá eftir vot og spillt kvikan.
Þetta eru safaríkar lýsngar og e.t.v. færðar í stílinn. Mér þykir sennilegt að hér
hafi ekki verið um fjárkláða að ræða, heldur íjárbólu eða bólusótt sem er
veirusýking (Sheep pox). Eftir lýsingum að dæma hafa sníkjudýr verið samfara
þessari veiki enda er það vel þekkt að sníkjudýr magnist þegar skepnur veikjast af
öðru og þegar veðrátta er hörð. Lýsing á einkennum veikindanna bendir ekki á
fjárkláðamaur en fellilús og kannski fótakláði gætu hafa verið með veirusýk-
ingunni. Reynt var í fyrstu að lækna sýkina með böðun en lítið gekk. Árið 1772
var fyrirskipaður almennur niðurskurður á kláðafé sem framfylgt var með hörku.
Það dugði. Telja margir að kláðinn hafí verið alveg úr sögunni um 1780.
Fjárskipti voru í þessum tilgangi á svæðunum frá Jökulsá á Sólheimasandi um
Suður- og Vesturland, vestur til Þorskafjarðar og Steingrímsfjarðar á Vest-
fjarðakjálka og norður um land að Jökulsá á Fjöllum. Skorin voru niður um 60%
ljár í landinu. Kom það mjög illa við marga sem skiljanlegt er. Skortur varð á
mjólk, kjöti og ull og mannfellir. Bætur voru litlar eða engar. Reynistaðabræður
og félagar þeirra, alls fímm manns, fóru í framhaldi af kláðaskurði suður í
Skaftafellssýslu og keyptu um 160 Ijár. Þeir ætluðu að reka það norður óbyggðir í
októberlok 1780 en urðu úti ásamt flestum skepnunum. Ennþá sjást dýrabein
sunnan undir Beinahól á Kili.
Elliðavatnsbúið
Að Elliðavatni voru í fyrstu fluttir inn 10 enskir hrútar af spænsku kyni (merinó)
árið 1756 og keyptar 100 ær innanlands. Búið var undir stjórn sænsk-þýsks baróns
168