Goðasteinn - 01.09.2008, Page 171
Goðasteinn 2008
sem hét Friðrik Vilhelm Hastfer. Byggð höfðu verið mikil hús yfir féð, þrjátíu og
tvær álnir á lengd og hálf ellefta á breidd en þakið átta álna hátt, þiljuð í hólf og
gólf og meiri en flestar kirkjur hér á landi. Þótti mönnum ævintýralegt að slíkur
kastali væri byggður yfir sauðkindur. Almenningur kallaði Friðrik Vilhelm
Hastfer hnitabaróninn. Myndarlega var farið af stað með ijárbúskapinn en
fljótlega fór að halla undan fæti. Hastfer sigldi utan og setti yfír búið sænskan
mann að nafni Jónas Botsach. Sá virðist ekki hafa kunnað til búskapar frekar en
Hrafna-Flóki. Lýsingarnar eru nokkuð ævintýralegar og e.t.v. færðar í stílinn.
Búið varð heylaust fyrir hátíðir, reyta varð saman hey í 3 sýslum til að fullnægja
fóðurþörfínni, ótjálga var komin í féð á fyrsta ári, margt af skinnunum var gallað
og með götum og lítt nothæft til vinnslu. Margt af fénu féll úr hor innilokað í
fjárhúsunum miklu, þar á meðal ensku hrútarnir, allir nema einn. Féð frá Elliða-
vatni sem var á útigangi skrimti betur af. Bústjórinn var sagður hafa svelt vinnu-
fólk sitt eins og féð en lá í drykkjuskap og veðsetti föt sín fyrir brennivíni. Áfram
var haldið með búið. Nýir hrútar voru fluttir inn og þar með ný hætta á smiti þótt
menn gerðu sér tæpast grein fyrir því þá.
Ymsar sögur gengu af Hastfer í fyrstu m.a. þær að hann hefði flúið land í
Svíþjóð til Danmerkur og stundað smygl á kynbótafé á milli landa. Hastfer var
rumur mikill að vexti og hugðu menn hann ákaflega sterkan en hægur var hann og
ljúfur í viðmóti og ávann sér virðingu manna hér á landi. Hann lét ýmis
framfaramál til sín taka. Hann skrifaði ritling um landið og atvinnuvegi þess, tók
málstað Islendinga, sagði afturför hafa orðið, þegar íslendingar lögðu niður
sjóferðir og verslun og mælti harðlega gegn hinni dönsku einokunarverslun. Hann
hvatti til viðreisnar landsins með auknum fiskveiðum og hvalveiðum og sýndi
fram á að hér mætti rækta kartöflur. Árið 1758 uppskar Hastfer á Bessastöðum
fyrstu „íslensku“ kartöflurnar. Tveimur árum síðar varð séra Björn Halldórsson í
Sauðlauksdal í Barðastrandasýslu fyrstur íslendinga til að rækta jarðepli, eins og
kartöflur nefndust þá. Hastfer barón skrifaði rit um sauðljárrækt og gekk Magnús
amtmaður Gíslason fram í því að hvetja fyrirmenn landsins á Öxarárþingi árið
1761 til að bæta sauðijðárkyn sitt með því að fá kynbótahrúta frá ijárbúinu á
Elliðavatni. Samt voru komin upp veikindi á Elliðavatni af óþekktum toga og
vanhöld mikil. Kynbótafé frá Elliðavatni sem greinilega var ekki heilbrigt
dreifðist því víða um héruð en það varð til þess að ijárpestin sem gaus upp 1762
dreifðist enn víðar og varð mun erfíðari viðfangs en ella.
Fjárkláðinn seinni barst til landsins síðsumars 1855 með fjórum enskum
lambhrútum sem presturinn að Hraungerði í Flóa sr. Sigurður G. Thorarensen
hafði keypt til kynbóta. Komu þeir í 21. viku sumars. Hér er ljóst af lýsingum á
einkennum og gangi sjúkdómsins að ijárkláðamaur hefur fylgt hrútlömbunum frá
Englandi til Reykjavíkur. Vegna óveðurs voru lambhrútamir ekki fluttir strax
austur, heldur komið fyrir í Miðdal í Mosfellssveit í hálfa aðra viku. Bóndinn í
169