Goðasteinn - 01.09.2008, Page 174
Goðasteinn 2008
... en þá voru sumir orðnir svo æstir að þeir skeyttu ekki um skilaboðin og
urðum við að stökkva á suma og halda þeirn svo að sýslumaður kæmist ur
kvínni og er skarð kom í hana, flýtti hann sér á fund Trampe, sem von var
reiður og móður og sagðist aldrei hafa komist í annað eins hafari... Bœndur
tóku nú hesta sína ... og riðu heim glaðan og sögðu hinum er heima sátu
hvernig farið hefði. Hinir þökkuðu fyrir dugnaðinn, komu með pyttluna og
var þá drukkið fundarminni.
Andstaða gegn kláðaböðun magnast
Oftar hafa embættismenn komist í hann krappann við að fylgja eftir reglum um
böðun íjárins í slagnum við fjárkláðann. Eftir svo margar árangurslausar aðgerðir
til að útrýma kláðanum var vaxandi vantrú á að það myndi nokkum tíma takast.
Andstaða gegn aðgerðunum magnaðist. Böðun er líka erfíðisvinna, mikið vos
fylgdi böðun og hún var ekki hættulaus fyrir féð. Landsfrægar urðu glímur Björns
á Löngumýri við stjórnvöld og aðra um ýmis málefni. Hann neitaði að baða og bar
ýmsu við m.a. því að Blanda væri frosin og ekkert vatn að hafa. Málin fóru til
Hæstaréttar og baðað var með valdi á Ytri-Löngumýri. Steinólfur í Fagradal taldi
ekki firekar þörf á að baða en Eyfellingar rúmum stórt hundrað árum áður. Hann
skrifar yfirdýralækni í nóvembermánuði 1986:
Það hefur borist mér til skynjunar, að þrifabaða eigi allt sauðfé í landinu á
vetri komanda. Sú ákvörðun er minni persónu mjög ifirþirmandi ógeðfelld af
þeim sökum er nú skal greina I æsku minni varð ég vitni að því að þessum
málum voru gerð svo rækileg skil hér í Skarðshreppi að mér hefur aldrei
borist í hug síðan að kláðamaur og færilús gætu upp vakist hér í sveit á
meðan náðin lætur vort láð lífi og biggðwn halda. A þessum tíma var í
Skarðshreppi hreppsnefnd sem sá lengra en upp í miðjar hlíðar. Hún kaus
tvo menn mjög trúverðuga er skildu niðurslá alla óværu í og á sauðfé í
hreppnum ... Síðan hófust aðgerðir komið var upp farandbaðkeri, flutt
millum bæja á kviktrjám í það blandað hit mjög eitruðum en Ijúflega ilmandi
aðfluttum sunnan úr heimi,féð síðan baðað sinn eftir sinn unsfullum árangri
var náð. Einna erflðast gekk með fé, sem gekk í haga undir Ballarárbjargi
Þar er kjörlendi ágætlegt ræktað af driti bjargfugla ... uppstreymi lofts er
uppum bjargið, þá viðrar þannig og sogaði kláðamaurinn með sér af baki
sauðfénaðarins, sem þá settist á sillur og stalla í berginu en hrataði gjarnan
frammaf og þá á bak fénaðarins aftur og jafnvel árið eftir var formikið
annríki og seinlegt verk að yfirstíga þetta vandamál en tókst að lokum
frábærlega ... Nú hef ég sannspurt að framþróun vísinda muni hafa leist af
172