Goðasteinn - 01.09.2008, Page 175
Goðasteinn 2008
hólmi meðöl þau er notuð voni hér og ég hef getið sem var Ijúft ilmandi lútur
eitraður, steinolía og Gópersduft steikt. Hér með sækji ég um leifi til að nota
meðal þetta hið nýja sem mér er tjáð að sé í sprautu formi get ég þá þeirri
skikkan fullnœgt að niðurslá alla óværu í og á mínu sauðfé ...
Slútt, með sérdeilislegri virðingu
Steinólfur Lárusson Ytri-Fagradal Skarðshreppi Dalas.
ásauðar higglari og hagvaxtarhemill í íslenska líðveldinu
Ný lyf koma til sögunnar
Þegar baráttan gegn íjárkláðanum hafði staðið án árangurs í næstum því eina og
hálfa öld, voru komin ný lyf sem Steinófur var búinn að frétta af. Eftir það var
tekið í notkun nýtt lyf sem eyðir bæði ytri og innri sníkjudýrum (Ivermectin). Því
lyfí var beitt árið 2000 gegn fjárkláða í varnarhólfínu milli Isafjarðar og
Steingrímsíjarðar (Miðvestfjarðahólf) sem náði frá Arneshreppi og suður í
Skáleyjar. Aðgerðimar þurftu líka að ná til Steingrímsfjarðarhólfs því að
kláðamaurinn var farinn að teygja klærnar suður fyrir Þorskafjörð. Fjárkláðinn á
Norðurlandi hélt áfram að breiðast út. Hann fannst í Miðfjarðarhólfí, í Hegranesi í
Skagafírði og nokkru áður austan Vatna í Skagafirði. Ljóst var að ekki dugði að
bíða lengur eftir niðurstöðu aðgerðanna á Vestfjörðum. Talsverð andstaða var
meðal bænda, margir höfðu einfaldlega ekki trú á þeim. „Þetta myndi verða allt á
sama veg og í öll fyrri hundrað skiptin, einungis fyrirhöfn og enginn árangur til
langframa“. Haldnir voru fundir með fulltrúum sveitarstjórna, bændum, dýra-
læknum og ráðunautum á svæðinu frá Hrútafjarðarbotni að Hólabyrðu. Akveðið
var eftir ítarleg fundahöld og uppbyggingu samráðs að sprauta tvisvar sinnum tvö
ár í röð á þessu svæði sauðfé, geitur og einnig stórgripi, nautgripi og hross, sem
hýstir hefðu verið með sauðfé og nota nýtt langverkandi sníkjudýralyf (Decto-
nrax), gróflireinsa fjárhús og önnur hús og skýli þar sem kláðafé gat hafa verið og
sótthreinsa þau með mauraeitri. Ríkissjóður legði til lyfín en sveitarstjórnir og
bændur vinnuna. Austan Héraðsvatna skyldi reglugerðin taka til Hólahrepps og
Viðvíkurhrepps hinna fomu að Ytri-Hofdölum sunnan Gljúfurár. Vatnsneshólf var
undanskilið nerna bærinn Stóra-Borg. Seinna árið var svæðið minnkað nokkuð og
felldur niður vesturhluti Miðfjarðarhólfs og Vatnsneshólfið allt, suðurhluti og
nyrsti hluti Skagahólfs og svæðið austan Héraðsvatna en ákveðið að sprauta
tvisvar sinnum allt fé og alla stórgripi sem hýstir væru með sauðfé þar sem
fjárkláði hafði greinst s.l. 10 ár á þessu svæði eða sterkar líkur væru á fjárkláða en
einu sinni skyldi sprauta á öðrum bæjum á svæðinu. Mikil áhersla var lögð á að
vaka yfír síðheimtu fé og útigangsfé.
173