Goðasteinn - 01.09.2008, Síða 176
Goðasteinn 2008
Verður minni kláðans drukkið haustið 2008?
Eitt eru áform og reglur, annað er vel heppnuð framkvæmd. Af undirtektum á
fundunum sem haldnir voru með bændum mátti búast við því að talsverð andstaða
væri ennþá til staðar. Það var því ljóst að ræða þyrfti enn við marga menn og leita
leiða fyrir framkvæmdina án þess að hætta til öryggi aðgerðanna. Eg vissi að ekki
yrði gott að ná árangri nema hafa trúnað bænda og fá þá til samstarfs. Eg ákvað
því að halda til nyrðra meðan sprautunin fór fram, leggja við eyrun og fara á
bæina þar sem andstöðu varð vart, hlusta á athugasemdir og ábendingar og ræða
við menn í bróðerni. Til öryggis fékk ég galdramann til að gera þulu, orta frá
sjónarhóli kláðakindar sem ég gæti gripið til ef á þyrfti að halda til að flytja þeim
sem voru í mestum vafa um nauðsyn aðgerðarinnar. Höfundurinn var Hilmar
Pálsson frá Hjálmsstöðum í Laugardal, félagi minn í Kvæðamannafélaginu
Iðunni. Þulan var svona:
Eg er geld og golsótt ær, gnaga mig stöðugt lýs ogflær,
flytja mér ama og angur þœr, sem er þó létt hjá hinu, heita helvítinu,
kláðamaur í milljónum mínum þjaka útlimum,
haki, síðum, bógunum, hringukolli, lærunum,
augum bœði og eyrum. Eg ætla mi vilji enginn frekar heyra 'um.
Af sjálfri mér lítið eftir er, engu lambi égframar ber,
því jafnvel hrútnum hryllir við mér, sem held ég sé að vonum,
því enga hef ég blíðu að bjóða honum.
Þessar nauðir náttúruna lamar, notið get ég iífsins ekki framar.
Svo brá við að þegar þula þessi hafði verið flutt nokkrum sinnum yfir stífustu
mótmælendum fór allur mótþrói úr þeim og einhuga samstarf tók við. Það tókst
eins vel og í Skarðshreppi forðum hjá fyrirrennurum Steinólfs í Fagradal. Ekkert
hefur orðið vart við íjárkláðann síðan, hvorki á Vestijarðakjálkanum í Húnaþing-
um né í Skagafírði og vonandi er hann úr sögunni á íslandi. Eitt loforð sem ekki
má svíkja var hluti af herkostnaðinum. Ég lofaði því að drekka minni fjárkláðans
með þeim sem það vildu þegar víst þætti að hann væri úr sögunni hér á landi. Eg
mun veita þeim sylg á minn kostnað sem erfiðast var að fá til samstarfs og
kannske fleirum að hausti hins sjöunda árs, 2008, ef ekki kemur kláði upp og ef
hentugur staður og stund finnast. Það skal þá gert í þeirri von að fjárkláðinn hafi
verið sigraður. Þá væri full ástæða til að fagna eftir 150 ára baráttu.
174