Goðasteinn - 01.09.2008, Blaðsíða 180
Goðasteinn 2008
formlegi fenningarundirbúningur okkar prestanna hefst eiginlega þegar hóað er til
sameiginlegs fermingarbarnamóts að hausti og sl. haust dvöldum við tvo daga í
Vatnaskógi við leik og nám og hyggjumst endurtaka leikinn í haust.
í prestaköllunum er gott kórastarf í gangi undir stjóm dugmikilia organista og
kórstjórnenda en eins og ég býst við að við öll gerum okkur grein fyrir eru kirkju-
kórarnir að miklum hluta burðarásarnir í guðsþjónustulífi safnaðanna. Einnig er í
nokkmm sóknum barna- og unglingakórar en það er vissulega dýrmætt starf sem
brýnt er að hlúa að og styðja vel við.
I byrjun september var haldið námskeið fyrir presta Rangárvalla- og Skafta-
fellsprófastsdæma í Skálholti. Þar mættu prestar þessara prófastsdæma og hlýddu
á og ræddu guðfræðileg málefni. Við höfum gert þetta áður og þá eins og nú
hlotið afar góðan hljómgrunn og var einróma ákveðið að halda þessu fyrir-
komulagi, að hittast og fræðast á okkar forna kirkju- og höfuðstað Sunnlendinga.
Prestarnir hittast reglulega yfír vetrarmánuðina, að jafnaði einu sinni í mánuði,
til skrafs og ráðagerða. Það er mikilvægt og á þennan hátt eiga þeir saman góða
umræðufundi þar sem margt ber á góma.
Dagur eldri borgara var haldinn hátíðlegur að venju á uppstigningardag sem
bar upp á 17. maí sl. Hann hófst með guðsþjónustu í Marteinstungukirkju og
kaffísamsæti og skemmtun á eftir á Laugalandi þar sem fólk gerði sér glaðan dag.
Kirkjublaðið er gefíð út á prófastsdæmisvís og hefúr undanfarin ár komið út í
tveimur tölublöðum, haustblaðinu sem gefur tóninn um væntanlegt vetrarstarf í
prestaköllunum, ásamt því að miðla öðru efni um kristni og trúarlíf. Og síðan
kemur annað blað út fyrir páska, töluvert umfangsminna. Sr. Önundur Björnsson
er ritstjóri blaðsins líkt og flest undanfarin ár.
í júnímánuði vísiteraði biskup íslands, hr. Karl Sigurbjömsson, þrjú af fjórum
prestaköllum Rangárvallaprófastsdæmis. Með honum í för var eiginkona hans, frú
Kristín Guðjónsdóttir, og prófastur, sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir.
Vísitasía hans hófst sunnudaginn 3. júní er hann sat héraðsfund prófastsdæmis-
ins. Þar flutti hann ávaip og leiddi helgistund í fundarlok. Um kvöldið heimsótti
hann Árbæjarsöfnuð í Fellsmúlaprestakalli.
Dagana 15. - 16. júní vísiteraði biskup Oddaprestakall. Þar tók á móti honum
sr. Guðbjörg Amardóttir og sóknarnefndir hennar og guðsþjónustur voru haldnar í
Þykkvabæjar- og Oddakirkjum og helgistund í Keldnakirkju. Auk þess heimsótti
biskup dvalarheimilið Lund á Hellu þar sem hann skoðaði nýlega kapellu hússins,
ræddi við heimilisfólk og var með helgistund.
Dagana 21. - 22. júní vísiteraði biskup Breiðabólsstaðarprestakall. Sóknar-
prestur sr. Önundur Bjömsson tók á móti biskupi og fylgdarliði og voru guðsþjón-
ustur í öllum kirkjum prestakallsins: Stórólfshvols-, Hlíðarenda- og Breiðabóls-
staðarkirkjum. Einnig heimsótti biskup Kirkjuhvol, dvalarheimili aldraðra á
Hvolsvelli og leiddi þar helgistund.
178