Goðasteinn - 01.09.2008, Page 195
Goðasteinn 2008
hafnar hefur í för með sér gríðarleg sóknarfæri, sérstaklega hvað varðar
ferðaþjónustu á Suðurlandi. Spennandi verður að fylgjast með framkvæmdum sem
ætlað er að heíjist sumarið 2008.
Nýtt deiliskipulag iðnaðarhverfis við Ormsvöll var unnið á árinu sem og
deiliskipulag á Kirkjuhvolsreit, við íbúðagötu í Gunnarsgerði og hesthúsahverfí
við Miðkrika. Þá var í vinnslu gerð þróunaráætlunar fyrir þéttbýlið þar sem fjallað
er um skipulagsmál Hvolsvallar á heiidstæðum grunni og gerð tilraun til að átta
sig á þróun byggðarinnar í framtíðinni.
Mikil umræða hefiir verið í samfélaginu varðandi landnýtingu og búsetuþróun.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra telur mikilvægt að vera leiðandi í þeirri umræðu
og setja sér skýra stefnu tii framtíðar varðandi þróun búsetu í sveitarfélaginu.
Sérstökum starfshópi hefur verið falið að fara yfír stöðuna, mögulega
framtíðarþróun og rnóta tillögur vegna málefnisins.
Sveitarfélögin í Rangárþingi stofnuðu á árinu byggðasamlag um byggingar- og
skipulagsfúlltrúa Rangárþings bs. sem tók til starfa vorið 2007. Skrifstofur
byggðasamlagsins eru að Ormsvelli 1 á Hvolsvelli og virðist starfsemin ganga
með ágætum.
Menningarmál
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur áherslu á að varðveita og halda á lofti
menningararfleifð svæðisins. Meginverkefni menningarnefndar sveitarfélagsins
og stjórnar Sögusetursins markast af þeirri áherslu sveitarstjórnar en segja rná að
nefndirnar hafi staðið sig með miklum ágætum.
Þuríður Halldóra Aradóttir var ráðin í byrjun árs í nýja stöðu markaðs- og
kynningarfulltrúa Rangárþings eystra. Þuríður er boðin velkomin til starfa en hún
hefur m.a. yfirumsjón Sögusetursins á sinni könnu.
Njálusýningin á Sögusetrinu varð 10 ára 2007 og í tilefni af því var ráðist í
gagngerar breytingar á henni. Gamla sýningin hefúr verið tekin niður og í hennar
stað sett upp ný og endurbætt sýning með hljóðkerfí í stað viðamikilla texta á
veggjum salarins.
Rangárþing eystra, ásamt 9 ferðaþjónustuaðilum í sveitarfélaginu, héldu úti bás
á Ferðasýningu 2007 sem var í Fífúnni helgina 20.-22. apríl 2007. Mikil stemning
var í hópnum og þótli takast vel til. Þeir sem tóku þátt í þetta skiptið voru Skóga-
safn, Hótel Skógar, Grandavör, Smáratún, Kaffí Langbrók, GHR, Hótel Hvols-
völlur, Hanasetrið á Torfastöðum og Sögusetrið. Með þessu framtaki vill Rangár-
þing eystra efla samstarf þjónustuaðila á svæðinu, þar sem samstarf er mikilvægur
þáttur í að skapa gott starfsumhverfi og betri framtíð ferðaþjónustunnar á svæðinu.
193