Goðasteinn - 01.09.2008, Page 206
Goðasteinn 2008
Látnir í Rangárþingi 2007
Hér á eftir verður þeirra minnst sem létust í Rangárþingi á
árinu 2007 sem sóknarprestar héraðsins jarðsettu. Einnig er
nokkurra Rangæinga minnst sem aðrir prestar jarðsettu og eins
Rangæings sem lést árið 2006.
Anna Guðj ónsdóttir, Eystri-Skógum
Anna Guðjónsdóttir fæddist á Raufarfelli í
Austur-Eyjafjöllum 6. desember 1910. Foreldrar
hennar voru Guðjón Tómasson og Ingveldur
Jónsdóttir. Hún var í hópi Ijórtján systkina en níu
þeirra komust til fullorðinsára. Þau voru Hjör-
leifur, Guðný, Tómas, Stefán, Gróa, Sigurjón,
Þorbjörg og Ragnhildur.
A barnsaldri var Anna sett í fóstur að Efri-
Slcarðshlíð í Austur-Eyjafjöllum til móðurbróður
síns, Olafs Jónssonar, og konu hans, Önnu
Skæringsdóttur. Þar bjó hún til 18 ára aldurs er hún gekk að eiga
Guðmund Vigfússon árið 1932. Guðmundur Vigfússon fæddist á
Eystri-Skógum 14. júní 1901. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar
Sigurðadóttur og Vigfúsar Olafssonar er bjuggu að Eystri-Skógum og
þar hófu Anna og Guðmundur sinn búskap. Var þeim sex bama auðið,
þau eru í aldursröð: Vigfús, ekkja hans er Sigríður Jónsdóttir, Sólveig,
gift Sigþóri Sigurðssyni, Ólafur Ragnar, kvæntur Guðrúnu
Guðmundsdóttur, Jóni Ingi, kvæntur Jóhönnu Hannesdóttur, Pétur
Max, kvæntur Öldu Guðmundsson, og Gunnar, kvæntur Sigurjónu
Björgvinsdóttur.
Anna varð ung elckja er Guðmundur féll frá, þá var elsta barn þeirra
204