Goðasteinn - 01.09.2008, Page 207
Goðasteinn 2008
16 ára og það yngsta ársgamalt. Þau bjuggu áfram á heimili sínu og
saman unnu systkinin að búinu. Elsti sonurinn, Vigfús, tók síðar við
búinu og stofnaði þar fjölskyldu sína og bjó Anna hjá þeim fram til
1989 er hún fluttist að Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi.
Anna var hæglát kona og nægjusöm. Hún fylgdist vel með afkom-
endum sínum en þau voru við andlát hennar 79 talsins. Anna var af
þeirri kynslóð kvenna sem öll störf unnu, töldu ekkert eftir sér, gerðu
sér allt að góðu og höfðu ekki orð á kostum sínum eða kjörum. Tókust
á við lífið af æðruleysi og unnu sín störf í hljóði og án fyrirhafnar.
Hún var þó ekki fáskiptin um umhverfi sitt eða samtímann, hafði
dálæti á náttúrunni og hestum, bæði að umgangast og á yngri árum að
fara í útreiðar, um þetta vitnar eitt af eftirlætis kvæðum hennar: „Eg
berst á Fáki fráum“. Hún hafði einstaklega gaman af kvæðum og söng,
kunni ógrynni af sálmum og kvæðum, söng mikið og fram á síðustu
daga fór hún með kvæði sem hún lærði á yngri árum. Anna var alla tíð
heimakær enda fallegt að lifa í skjóli Ijallanna en sjá um leið víðáttu
hafsins frá Eystri-Skógum. Þó hafði hún gaman af því þegar hún lagði
land undir fót og ferðaðist til Kanada að heimsækja son sinn og fjöl-
skyldu. Einnig dvaldi hún ásamt dótturdóttir sinni, Guðrúnu Agnesi, í
þrjá mánuði í Oman þegar hún var orðin 90 ára.
Anna andaðist á Lundi 31. mars 2007 og var útför hennar gerð frá
Fossvogskirkju 10. apríl.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir
Elsa Dóróthea Pálsdóttir, Hjallanesi
Elsa Dóróthea Pálsdóttir var fædd í Hjallanesi
19. ágúst 1924. Foreldrar hennar voru hjónin
Halldóra Oddsdóttir frá Lunansholti og Páll
Þórarinn Jónsson frá Holtsmúla. Hún var
næstelst sex systkina þeirra, Oddrúnar Ingu,
Ingólfs, Jóns Hermanns, Auðbjargar Fjólu og
Odds Armanns.
205