Goðasteinn - 01.09.2008, Page 209
Goðasteinn 2008
göngu og framkomu við menn og dýr og í umgengni hennar við
náttúruna. Gleði hennar var mest í því að eiga tjölskyldu sína, ættingja
og vini og hafa þá í kringum sig. Hún lagði áherslu á að virða hinar
gömlu hefðir bændamenningarinnar, taka fagnandi á móti gestum,
elslca Guð og hlúa að lífinu í kringum sig. Og sannarlega kunni hún öll
húsmóðurstörfm og að vinna mat úr öllu sem til féll. Þrátt fyrir
umfangsmikil bú- og heimilisstörf fann hún tíma til þess að sinna
hannyrðum sem léku í höndum hennar, hún prjónaði, spann og saum-
aði út af listfengi.
Elsa umvafði og hún veitti yl og birtu, umhyggju og móðurást.
Samskiptin við afkomendurna og ástvini, gæfa þeima og gleði, var
helsta yndi hennar og áhugamál. Hún elskaði fólkið sitt allt, óendan-
lega. Heimilið var hennar helgistaður og þangað var gott að koma.
Hlýleiki hennar og vinátta í allri framkomu hlaut að laða alla að henni
þegar við fyrstu kynni og hún var raungóð og reyndist mörgum vel á
erfíðum stundum því hún tók á móti öllum af þeirri opnu hjartahlýju
sem einkenndi hana. Er því að vonum að vinir, venslafólk og aðrir
sem kynntust henni hafi laðast að henni.
Elsa var trúuð lcona og var ómetanlegur liðsauki í Skarðskirkju.
Hún elskaði tónlist og söngur og ljóð skipuðu veigamikinn sess í lífi
hennar. Hún kunni íjöldann allan af ljóðum, kvæðum og sálmum
utanbókar. Hún var ákaflega músíkölsk og hafði fagra söngrödd. Hún
var einn af stofnfélögum kirkjukórsins og með honum söng hún frá 12
ára aldri, allt þar til röddin brást henni fyrir nokkrum árum. Hún sat í
sóknarnefnd um árabil og las kirkjubænina við hverja messu í uin 40
ár. Hún tók virkan þátt í starfi kvenfélagsins Lóu og sat lengi í stjórn
þess og var gerð að heiðursfélaga. Einnig léði hún Ungmennafélaginu
Merkihvoli krafta sína og þeir sem áttu samleið með henni þekktu svo
vel hversu reiðubúin hún ávallt var til starfa.
Af munni hennar heyrðist aldrei styggðaryrði. Hún vék góðu að
öllum, ætíð með jafnaðargeði, jafnan glöð í bragði. Hún gerði jafnan
lítið úr eigin afrekum en minnist með hlýju þakklæti, vináttu og
tryggðar allra þeirra sem hún umgekkst, ættingja, vina og sveitunga
um farinn veg.
207