Goðasteinn - 01.09.2008, Page 210
Goðasteinn 2008
Elsa varð þeirrar gæfu njótandi að vera heilsuhraust en nú síðustu
árin gekk hún ekki alveg heil til skógar. Hún lést á Heilbrigðisstofnun
Suðurlands á Selfossi 28. febrúar 2007 eftir skamma sjúkrahúslegu.
Utför hennar fór fram frá Skarðskirkju 10. mars 2007.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Gíslína Margrét Sörensen, Eylandi
Gíslína Margrét Sörensen fæddist hinn 15.
febrúar 1917 í Vestmannaeyjum. Foreldrar
hennar voru hjónin Guðný Gísladóttir og Jón
Sören Sörensen. Hálfsystkini Gíslínu sammæðra
voru þau Sigríður, Jónína, Helgi, Bjarnhéðinn,
Vigdís og Hreinn. Hálfbræður Gíslínu samfeðra
voru þeir Steingrímur og Sigurður.
Gíslína fór bamung með móður sinni til Áma
Helgasonar bónda í Fróðholtshjáleigu. Hófu þau
Guðný, móðir Gíslínu, og Árni sambúð og
eignuðust sex böm saman, þau er fyrr var getið. Reyndist Ámi Gíslínu
stjúpdóttur sinni sem besti faðir svo að ekki varð á betra kosið og
lagði hann við hana ástfóstur.
Eiginmaður Gíslínu og lífsförunautur var Olafur Óskar Jónsson,
bóndi að Eylandi í Vestur-Landeyjum. Hann fæddist að Sleif í Vestur-
Landeyjum hinn 29. maí 1909 en lést 15. ágúst 2003. Þeim hjónum
varð íjögurra myndarlegra bama auðið og em þau þessi í aldursröð:
Þórunn Jóna, Ragna, Árni og Jón. Þau Ólafur heitinn og Gíslína
brugðu búi á Eylandi árið 1993, þau höfðu nær alveg hætt kúabúskap
tæpum tveimur áratugum fyrr, og fimm árum síðar fluttust þau til
Reykjavíkur ásamt með Jóni, syni sínum, þar sem þau áttu indælt ævi-
kvöld í faðmi ijölskyldu sinnar, til heimilis hjá elskuðum syni.
Laust fyrir fermingu fór Gíslína burt í vinnumennsku og skipti um
vistir eftir hætti en á sumrin var hún heima við heyskap og almenn
sveitastörf í Fróðholtshjáleigu. Guðný var að almannavitni góðhjörtuð
208