Goðasteinn - 01.09.2008, Page 213
Goðasteinn 2008
með sína fallegu tenórrödd og sannarlega söng Gróa með þeim ásamt
því að smita frá sér með sinni innri hjartagleði og frásagnarhæfileika.
Og aldrei virtist henni falla verk úr hendi, við matargerð og bakstur,
fatasaum og viðgerð á fötum og við mjaltir kvölds og morgna.
Sumarið 1964 lést Guðmundur í hörmulegu slysi og við tóku árin
hennar Gróu sem bónda í Hólmi með börnum sínum. Hún gladdi aðra,
setti fram vísu eða hendingu eða gátu eða sótti spil til að spila eða
byrjaði að syngja, allt til að skapa stemningu samfélags. Um tvítugs-
aldur fóru eldri systurnar þrjár að heiman og stofnuðu heimili. Við tók
búmennska Gróu með vinnumönnum og yngri systkinunum og einnig
þeirri hjálp sem sveitungar veittu.
Barnabörnin fæddust og voru hvert um sig hamingjugeislar Gróu,
sem hún hafði alltaf tíma fyrir þegar þau komu til hennar, þegar hún
leiddi þau, spilaði við þau og söng fyrir þau. Því var slysið 20. desem-
ber 1977 líklega þyngsta byrðin hennar Gróu, þegar dóttursonur
hennar lést á fjögurra ára afmælisdegi sínum í Hólmi.
1983 tók Garðar sonur hennar við búi með konu sinni Guðrúnu
Jónsdóttur og naut Gróa þess þá að vera til aðstoðar þar, bæta fötin og
venda eins og hún hafði ung lært með ótrúlegri færni, sauma, prjóna
og hekla. Hún mætti á samkomur og félagsvistir og þorrablótin öll.
1995 flutti hún að Kirkjulæk til Jónu dóttur sinnar og manns hennar,
Eggerts Pálssonar, og átti sitt ævikvöld þar með þeim og börnum
þeirra sem hún hafði alltaf tíma fyrir, söng og spilaði á spil með. Fór í
veiðitúra og í berjamó á haustin og fór jafnvel á bak gæðingnum
Stíganda og lifði þannig áfram ævintýri hverrar lífsstundar.
Og mikið gladdi það hana þegar flest fólkið hennar kom saman 15.
júlí 2007 að Kirkjulæk í grillveislu með henni þar sem hún tók lagið
með þeim og fann gleðina og hamingjuna vera með þeim öllum.
Hún fór að Kirkjukvoli 26. júlí 2007 og andaðist þar 7. ágúst. Utför
hennar fór fram frá Krosskirkju 15. ágúst 2007.
Sr. Halldór Gunnarsson
211