Goðasteinn - 01.09.2008, Page 214
Goðasteinn 2008
Guðbjörg Guðjónsdóttir, Kirkjuhvoli
Guðbjörg Guðjónsdóttir fæddist að Skaftafelli í
Vestmannaeyjum 26. desember 1916. Foreldrar
hennar voru hjónin Halldóra Kristín
Þórólfsdóttir húsmóðir og Guðjón Hafliðason
skipstjóri og útgerðarmaður, sem lengst af
bjuggu að Skaftafelli við Vestmannabraut.
Guðbjörg var þriðja í hópi ellefu systkina, eldri
voru tveir bræður. Hún var vel af Guði gerð,
gekk vel í skóla og dugleg við öll venjuleg
störf, bæði innanhúss og utan. Sem elsta
systirin hefur mikið hvílt á henni að annast yngri systkini sín og létta
undir með önnum kafinni móður sinni á ýmsan hátt á ijölmennu
útgerðarmannsheimi 1 i.
Einnig tók hún ásamt systkinum sínum þátt í ýmsum störfum sem
viðkomu útgerð föðurins, t.d. við breiðslu saltfisks á þurrkreit og
samantekt. A þeim árum var engin sundlaug til í Eyjum og lærðu
börnin og æfðu sund í höfninni og minntist Guðbjörg þessara ára með
ljóma í augum. Þau Skaftafellssystkinin voru mjög söngelsk og léku
öll á hljóðfæri, gítara, mandolín, fiðlu, sög, harmonikku og píanó. Þau
tóku virkan þátt í sönglífmu í Betelsöfnuðinum og iðkuðu einnig
tónlistina heima á Skaftafelli, sungu mikið saman og léku á hljóðfæri
sín.
15 ára gömul tók hún ákveðna afstöðu til trúarinnar, veitti Jesú
Kristi viðtöku sem frelsara sínum. Þar með var stefnan tekin fyrir lífið.
Um þetta leyti fór hún til Reykjavíkur, vann þar um tíma. Arið eftir fór
hún með Signe og Eric Ericson, forstöðuhjónum Betelsafnaðarins, til
Svíþjóðar og dvaldi þar í um hálft ár og var það dýrmæt lífsreynsla
fyrir unga stúlku.
Ung lofaðist hún Jónasi S. Jakobssyni, þá trúboða í Eyjum, sem
numið hafði höggmyndalist hér heima hjá Ríkarði og Einari Jóns-
sonum og einnig við Listaháskólann í Osló. A þeim árum frelsaðist
212