Goðasteinn - 01.09.2008, Page 215
Goðasteinn 2008
Jónas á samkomu í Fíladelfíu í Ósló og fékk köllun til að fara heim og
þjóna frelsara sínum og hóf hann starf sitt í Vestmannaeyjum.
Þau Guðbjörg og Jónas giftu sig í Eyjum 28. desember 1935. I
byrjun næsta árs fluttu þau til fæðingarstaðar hans, Blönduóss, og
störfuðu þar næstu mánuðina. Haustið 1936 fluttu þau suður til
Reykjavíkur að beiðni Eric Ericson til hjálpar í starfínu í nýstofnuðum
Fíladelfíusöfnuðinum þar. Þar störfuðu þau í tæpt ár, tóku þá við
Betelsöfnuðinum í Vestmannaeyjum og voru þar forstöðuhjón í tvö ár.
1939-1941 voru þau trúboðar í Reykjavík og svo í 7 ár með söfnuðinn
á Sauðárkróki.
Guðbjörg lék vel á gítar og leiddi oft sönginn þar sem hún starfaði
og tók þátt í starfinu á ýmsan annan hátt. Kenndi m.a. stúlkum á gítara
á Sauðárkróki.
í Reykjavík eignuðust þau Jónas sinn fyrsta son, Jakob Naftalí f. 24.
nóvemer 1936, kvæntist Jonnu Holmer frá Danmörku. Hann lést 26.
október 1963 aðeins 27 ára að aldri. Næstur í röðinni er Daníel f. 17.
júní 1938, kvæntur Áse Johanne Jónasson. Þriðja í röðinni er Dóra
Mirjam, f. 26. desember 1939, gift Emst Olsson frá Noregi. Næstur er
Guðjón f. 1. ágúst 1941, kvæntur Þóru Jenný Hendriksdóttur. Þá
Ríkarður Bergstað f. 1. janúar 1944, kvæntur Maríu Árnadóttur. Sjötta
er Rebekka f. 15. janúar 1946, gift Yngva Guðnasyni. Yngst er Guðný
Ragnhildur f. 5. september 1948, gift Hinrik Þorsteinssyni. Beinir
afkomendur Guðbjargar em nú orðnir 65.
Sumarið 1948 fluttist íjölskyldan til Akureyrar og bjó þar í 10 ár.
Þau Guðbjörg og Jónas gerðu margt fyrir börn sín þó ekki væru
efnin mikil. Hann safnaði þeim oft saman við borðstofuborðið og
kenndi þeim teikningu og ýmislegt fleira gagnlegt og ánægjulegt. Hún
hélt uppi söngnum, tólc fram gítarinn og leiddi íjölskylduna í söng
marga góða stund. Einnig miðlaði hún af þekkingu sinni á hannyrðum
og öðru sem að heimilisstörfum laut. Á Akureyri tóku þau Guðbjörg
og Jónas virkan þátt í starfi hvítasunnusafnaðarins, hún í söngnum og
tók þátt í saumfundum fyrir telpur, hann sem biblíulesari og predikari
og einnig lék hann á sög í strengmúsíkinni.
Guðbjörg var heilsuhraust og tápmikil og þegar bömin uxu úr grasi
213