Goðasteinn - 01.09.2008, Side 217
Goðasteinn 2008
móðurstað. Þessa fóstru sína og föðursystur hafði Guðlaug í horninu
hjá sér meðan báðar lifðu, unni henni og annaðist á alla lund.
Guðlaug var yngst systkina sinna en hin voru Einar, f. 1908, d.
1991, Ingólfur, f. 1910, d. 1969 og Katrín, f. 1912, d. 1994.
Guðlaug ólst upp í Reykjavík í föðurhúsum við gott atlæti föður
síns og fóstru. Svo sem þótti sjálfsagt á uppvaxtarárum Guðlaugar tók
hún snemma til hendinni til hjálpar á heimilinu. Síðar var hún víða í
vist, m.a. hjá Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins, í vinnu-
mennsku á Hvanneyri og í Stóru-Mörk svo fátt eitt sé nefnt.
A þeim tíma sem Guðlaug var við störf í Stóru-Mörk rak á íjörur
hennar ungan mann, Sæmund Ulfarsson frá Fljótsdal. Sagan segir að
einhverju sinni sem hann reiddi hana yfir Fljótið til heimsóknar í
Fljótsdal hafi hann þjarmað að henni til að játast sér. Ekki fylgdi
sögunni hverra kosta völ hún átti en altént mun það hafa orðið að ráði
þeirra í milli úti í miðju ólgandi fljótinu að þau gengju í hjónaband
sem gekk eftir árið 1937.
Sæmundur var fæddur 27. ágúst 1905. Hann lést í febrúar 1982.
Foreldrar hans voru hjónin Guðlaug Brynjólfsdóttir og Ulfar Jónsson,
bændur í Fljótsdal. Eftir giftinguna hófu ungu hjónin búskap á
föðurarfleifð Sæmundar í Fljótsdal.
Sæmundur og Guðlaug eignuðust sjö dætur sem eru þessar í aldurs-
röð: Anna Sigurveig, f. 1938, gift Sæmundi Arnasyni og eru þau
búsett á Hvolsvelli; Guðlaug, f. 1939, gift Yngva Þorsteinssyni, búsett
í Reykjavík; Ingibjörg, f. 1941, gift Sigurði Sigurþórssyni, þau eru
búsett í Þorlákshöfn: Aðalheiður, f. 1942, búsett á Hvolsvelli; Asdís, f.
1946, búsett í Reykjavík; hennar maður var Gunnlaugur Jón Karlsson
sem lést árið 1990; Elín Kristín, f. 1952, gift Einari Þór Ámasyni,
búsett á Hvolsvelli og yngst er Eyrún Osk, f. 1957, gift Guðfínni
Guðmannssyni og eru þau búsett á Hvolsvelli. Barnabörnin eru 21
talsins, barnabarnabörnin 36 og bamabarnabarnabömin eru 6.
Þannig háttaði til að Einar Einarsson, bróðir Guðlaugar, og kona
hans Aðalheiður Kjartansdóttir vom barnlaus, gátu ekki eignast barn.
Við fæðingu Ásdísar tóku þau Guðlaug og Sæmundur þá fórnfúsu
215