Goðasteinn - 01.09.2008, Page 219
Goðasteinn 2008
Guðlaug Gunnarsdóttir
Guðlaug Gunnarsdóttir fæddist hinn 21.
febrúar árið 1914 á Velli í Hvolhreppi. Barn-
ung fluttist hún ásamt foreldram sínum, Guð-
rúnu Eiríksdóttur og Gunnari Guðmundssyni,
að Moshvoli. Þar ólst hún upp ásamt systkin-
um sínum en þau era: Guðmundur, Guðmund-
ur, Guðni, Þóra og Jóna. Var á milli systkin-
anna kærleikur og traust vinátta sem þau lögði
kapp á að rækta.
Ung réðist Guðlaug til vistar sem vinnukona,
fyrst að Efra-Hvoli, síðar til Reykjavíkur og loks til Vestmannaeyja en
á því heimli bjó Sigurjón Karl Ólafsson fæddur 30. janúar 1915. Þau
gengu í hjónaband 19. júlí 1941. Böm þeirra eru: Gunnar, kvæntur
Asgerði Þórðardóttur. Börn þeirra eru: Guðlaug, Kiistín Þórunn og
Gunnar Karl. Þau eiga eitt bamabam; Guðrún, gift Sigurjóni
Magnússyni, börn þeirra eru: Björk, Sigríður og Sigrán. Þau eiga eitt
barnabarn.
Guðlaug og Sigurjón Karl bjuggu í Vestmannaeyjum fram til ársins
1963 er þau fluttust til Reykjavíkur. Alla tíð sinnti Guðlaug um heimili
sitt af alúð við börn sín og eiginmann. Hún var samviskusöm og
vandvirk kona að hverju sem það laut, orðum eða verkum. Vandvirkni
hennar og natni kom elcki hvað síst í ljós í handverkum hennar. Hún
saumaði mikið og prjónaði á alla íjölskyldu sína, böm bamabörn og
frændfólk. Hún var íjölskyldumanneskja, ræktaði alla tíð vináttu og
tengsl við systkini sín. A sumrin var alltaf farið upp á land í Fljótshlíð-
ina og eiga börnin góðar minningar frá þessum heimsóknum sem
stóðu í nokkra daga. Sömuleiðs árleg sláturgerð í Fljótshlíðinni. Guð-
laug reyndist tengdabörnum sínum vel, hún þekkti þau sem sín eigin
og hvers þau þörfnuðust. Gengin er réttlát kona og nákvæm er stóð
föst á skoðunum sínum sem hún lá ekki á en aldrei kom fyrir að ekki
virti hún ólíkar skoðanir er aðrir höfðu. Þetta traust upplifðu böm
217