Goðasteinn - 01.09.2008, Page 232
Goðasteinn 2008
1974 fluttu þau í Hvolsvöll og eignuðust heimili sitt að Hvolsvegi
27. Óskar lést 1987. 1990 flutti Ingibjörg á Dvalarheimilið Kirkjuhvol
á Hvolsvelli þar sem hún naut góðrar umönnunar. Hún vildi eins og í
lífinu öllu vera sjálfri sér nóg, ákveða allt sitt og vera sem minnst háð
öðrum nema fjölskyldu sinni. Þar naut hún dóttur og tengdasonar,
Gunnars Marmundssonar á Hvolsvelli, og íjölskyldu þeirra. Hún fór
með þeim ævintýralega ferð til Bandaríkjanna til sonar síns þar og
eiginkonu hans, Eyglóar Guðsteinsdóttur, og fjölskyldu þeirra. Og
ekki gleymist 100 ára afmæli hennar í félagsheimilinu Hvoli, hversu
glöð hún var að hafa í lífí sínu átt að ættingja sína, tengdafólk og vini.
Ingibjörg andaðist á heimili sínu að Kirkjuhvoli að morgni 3. apríl
og var jarðsett frá Akureyjarkirkju 14. apríl.
Sr. Halldór Gunnarsson
Ingigerður Runólfsdóttir frá Berustöðum
Ingigerður Runólfsdóttir var fædd að Beru-
stöðum í Ásahreppi 11. október 1922, fyrsta
barn hjónanna Önnu Stefánsdóttur, f. 1890, d.
1982, og Runólfs Þorsteinssonar, f. 1886, d.
1968, en þar hófu búskap 1921. Hún eignaðist
sex systkini er öll komust upp: Stefán, f.
1924, d. 2004, Margrét, f. 1926, Þorsteinn, f.
1927, d. 2001, Ólafur, f. 1929, Steinþór, f.
1932, og Trausti, f. 1933.
Ingigerður ólst upp við hefðbundin
sveitastörf þess tíma þar sem vinna þurfti sem
allra mest heima úr afurðum búsins, bæði fæði og klæði og einnig að
annast stækkandi systkinahóp. Kom þar fljótt í ljós dugnaður hennar
og ósérhlífni, ásamt hlýrri og léttri lund sem entist henni árin öll.
Barnaskólanám stundaði hún við farskóla í Ási fjóra vetur fyrir
fermingu, kennt var tvær vikur í senn og tvær vikur heima á milli.
Kennslan er alls átta vikur hvem vetur.
230