Goðasteinn - 01.09.2008, Page 234
Goðasteinn 2008
r
Isleifur Helgi Guðjónsson
Isleifur Helgi Guðjónsson fæddist á fæðingar-
heimili Kópavogs 24. apríl 1959. Hann var
sonur Þóru Jennýjar Agústsdóttur, f. 1932, og
Guðjóns Helgasonar, f. 1916, d. 2002. ísleifur
átti stóran systkinahóp. Systkini hans samfeðra
eru Hjörtur, Örn Helgi, Björn, Sigurveig og
Pálmi. Alsystkini hans eru Agústa, Ragnheiður
sem er látin, Bergþór, Þorsteinn og Sigurgeir.
Isleifur ólst upp í foreldrahúsum á Hrauni og
Mosfelli í Grímsnesi og þegar hann var íjöguiTa ára gamall fluttist
íjölskyldan að Rauðaskriðum í Fljótshlíð. Hann sýndi snemma að
hann var gestrisinn þegar hann hljóp niður að hliði að taka fagnandi á
móti gestum, sá eiginleiki að taka vel á móti þeim sem sóttu hann
heim átti eftir að fylgja honum alla tíð.
Atján ára gamall fluttist hann að heiman og hélt til náms í húsa-
smíði og varð hann síðar húsasmíðameistari og starfaði við fagið á
Egilsstöðum, Hellu, Hvolsvelli, á Sólheimum í Grímsnesi og loks í
Noregi þar sem hann bjó frá árinu 1995.
r r
Arið 1980 kvæntist Isleifur Sigrúnu Halldórsdóttur. Þau eiga dæt-
umar þrjár, þær Dagnýju Helgu sem er í sambúð með Páli Finnboga-
syni og eiga þau soninn Almar Mána, Bryndísi Dögg og yngst er
María Rebekka. Sigrún og Isleifur slitu samvistir.
Isleifur var einstakt ljúfmenni með jákvæða sýn á lífið. Um það
vitnar íjölskyldan, vinirnir og vinnufélagarnir. Hann var vinsæll og
virtur jafnt heima fyrir og á vinnustaðnum. Hann var laghentur og allir
hlutir léku í höndum hans. Hann var mikill húmoristi og glettni hans
var ekki á annara kostnað heldur var hann óspar á að gera grín að
sjálfum sér. Hann laðaði að sér fólk og hafði alltaf tíma til að hlusta og
spjalla. Hann var greiðvikinn og gestrisinn. Hann tók virkan þátt í
félagsstarfi á vegum JC og Round Table. Hann var í forsvari fyrir
Islendingafélagið í Drammen. Þegar leitað var eftir þjónustu hans í
232