Goðasteinn - 01.09.2008, Page 238
Goðasteinn 2008
er að koma sumar.“ Og henni tókst að lifa sumarið og komast út í góða
veðrið í einn dag. En hún treysti sér ekki inn í veturinn. Hún var aftur
á móti tilbúin að fara inn í annað land, hún var tilbúin að taka land á
himneskum ströndum og hlaupa í faðm frelsara síns sem hún elskaði
svo mikið.
Núna er hún í landinu þar sem alltaf er sumar, gleði, enginn skortur
eða sorg, þar sem Drottinn sjálfur býr, þar er elckert myrkur því Ijóm-
inn af dýrð Guðs lýsir sem sólin.
I Opinberunarbók Jóhannesar kafla 21, versi 1 segir Jóhannes frá
því sem hann sér. „Og ég sá nýjan himin og nýja jörð því að hinn fyrri
himinn og hin fyrri jörð voru horfm.“
Jóhanna hafði fengið náð til að bragða á gæðum himnaríkis hér á
jörðinni þegar hún gafst Jesú á hönd fyrir mörgum árum. Aldrei sneri
hún til baka heldur horfði hún til frelsara síns sem hún hafði fengið að
treysta á í gleði og sorg og hafði aldei brugðist henni.
Líf Jóhönnu hrópar til okkar í dag, verið þið með, fylgið Jesú,
kynnist gæðum himnaríkis strax hér á jörðu.
Drottinn gaf, Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins.
Jóhcmnes Hinriksson
r
Kristinn Gunnarsson, Artúni 4, Hellu.
Kristinn Gunnarsson var fæddur 25. janúar 1942
og uppalinn að Nesi á Rangárvöllum. Foreldrar
hans voru hjónin Guðrún Jónsdóttir og Gunnar
Jónsson. Hann var yngstur þriggja bræðra, þeirra
Jóhanns og Jóns Braga, þeir áttu einnig hálf-
systurina Huldu Long. Bræðumir ólust upp á
ástríku heimili þar sem gestagangur var mikill.
Alla tíð var gott samband á milli bræðranna og
nutu þeir, eiginkonur þeirra og aflcomendur
nærveru hvert annars.
Hinn 31. desember 1964 kvæntist Kristinn Unni Einarsdóttur frá
236