Goðasteinn - 01.09.2008, Síða 239
Goðasteinn 2008
Bjólu í Djúpárhreppi, foreldrar hennar voru Ragnheiður Tómasdóttir
og Einar Stefánsson. Kristinn og Unnur byggðu sér heimili skammt frá
æskuheimili hans í Artúni 4. Kristinn og Unnur eignðust 5 börn þau
eru í aldursröð: Eiður Einar, kvæntur Önnu Björgu Stefánsdóttur,
Guðni Gunnar, sambýliskona hans er Ingibjörg Gunnarsdóttir, Guð-
laugur Unnsteinn, kvæntur Svanhildi Guðjónsdóttur, Aslaug Anna,
sambýlismaður hennar er Sverrir Már Viðarsson, og Kristrún.
Kristinn var mikill íjölskyldumaður og naut þess hverja stund að
vera með bömum sínum eða barnabörnum og fylgjast með lífi þeirra.
Hann var allri íjöldkyldunni stoð og stytta, gladdist með þeim við
hvert tækifæri og studdi þau ef á þurfti að halda. Arlega fór hluti
fjölskyldunnar í Veiðivötn og átti þar góðar stundir.
Kristinn stundaði nám í Héraðsskólanum í Skógum, síðar lærði
hann trésmíði hjá Ingvari Þórðarsyni. Hann vann við iðn sína í nokkur
ár, meðal annars hjá Trésmiðjunni Rangá og með Braga bróður sínum.
Um tíma rak hann vörubíl, sömuleiðis leigubíl. Hann vann einnig um
skeið hjá hreppnum og sem húsvörður í Hellubíói en þar unnu þau
hjónin saman. Síðustu 19 ár vann hann hjá glerverksmiðjunni Sam-
verki á Hellu. Hann var góður starfskraftur, duglegur og ósérhlífinn,
enda vandvirkur við iðn sína og störf. Samstarfsfélögum sínum var
hann traustur vinur og ávallt reiðubúin að rétta fram hjálparhönd í
verki eða orði. Hann starfaði með Lionsklúbbnum Skyggni og í haust
tók hann að sér starf húsvarðar við nýbyggt safnaðarheimili Odda-
sóknar á Hellu. Hann var í slökkviliði Rangárvallasýslu, þar starfaði
hann við hlið sonar síns, Guðna. Nutu allir er með honum störfuðu
traustrar og staðfastrar leiðsagnar hans. Hann hafði gaman af góðum
söng og skemmtilegum uppákomum. Eitt af áhugamálum hans var að
festa þessar samkomur á filmu og vinna úr þeim. A heimili hans er til
stórt upptökusafn og er þar að finna merka heimild um menningarlíf í
héraðinu.
Genginn er góður maður, hvunndagshetja sem setti svip sinn á
bæjarlífið frá því í bernsku. Hans verður minnst fyrir tryggan og
heilsteyptan persónuleika sinn, broshýr og glettin augu. Kristinn varð
237