Goðasteinn - 01.09.2008, Síða 241
Goðasteinn 2008
manneskjur með hugrekki manndómsáranna í veganesti, að upplagi
vönduð, kjarkmikil og framsýn. En skjótt skipast veður í lofti og
sorgin knúði dyra. Helgi veiktist alvarlega og andaðist þann 3. febrúar
1953. Stóð þá Heiða ein uppi með þrjá unga syni en lét ekki hug-
fallast, heldur hélt áfram og næstu 10 árin stóð hún fyrir búi í Fagurhól
ásamt sonum sínum sem með auknum þroska létu ekki sitt eftir liggja
að aðstoða móður sína.
Arið 1963 festi hún kaup á jörðinni Hjallanesi I í Landsveit og flutti
þangað ásamt sonunum og stóð þar myndarlega fyrir búi allt til ársins
1982 að Halldór sonur hennar tók við því en hún og yngsti sonur
hennar, Jón, fluttu niður á Eyrarbakka og þar starfaði hún við fisk-
vinnslu í nokkur ár eða þar til hún dró sig í hlé frá vinnumarkaðinum.
Arið 1990 fluttist hún síðan á Selfoss og bjuggu þau mæðgin þar allt
þar til hún veiktist fyrir um 8 árum og eftir það dvaldist hún að
Kumbaravogi og naut þar góðrar og umhyggjusamrar aðhlynningar.
Heiða andaðist þar þann 12. mars 2007. Útför hennar fór fram frá
Krosskirkju þann 24. mars 2007.
Sr. HaUdóra J. Þorvarðardóttir
r
Páll Ingi Jónsson, Utskálum 3, Hellu
Páll Ingi Jónsson var fæddur hinn 20. febrúar
1939 á Núpi, Vestur Eyjafjöllum. Foreldrar
hans voru Jón Einarsson og Auðbjörg Jónína
Sigurðardóttir frá Núpi. Páll ólst upp í stórum
systkinahópi, hann var sjötti í röð þeirra
systkina sem upp komust. Þau eru í aldursröð
Guðrún, Jónas, Kristín, sveinbam, Sigurður,
Jóna Vigdís, Einar Ingi, Sigríður Júlía,
Guðlaug, Jóhanna, Benoný, Rúna Björg,
Guðjón og Oddur Helgi.
Oft var þröngt um stóran systkinahópinn þar sem hver hafði sínu
hlutverki að gegna við bú- og heimilisstörf. Þau nutu kærleika sem
239